is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7652

Titill: 
  • Starfsánægja starfsfólks í leikskólum: hefur kreppan haft áhrif?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á starfsánægju starfsfólks í leikskóla. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir höfðu áhrif á starfsánægju starfsfólks í leikskólum og hvort að viðhorf þeirra til starfsins hefðu breyst í kjölfar efnahagshrunsins sem varð haustið 2008. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru fjögur opin viðtöl við kvenkyns starfsmenn í tveimur leikskólum í Reykjavík. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að starfsmenn í leikskólum eru hvað mest ánægðir í starfi þegar þeir upplifa persónulegan árangur í starfi og sjá hann staðfestan í framförum barnanna. Einnig bentu niðurstöðurnar til þess að samskipti við börnin og starfsfélagana skiptu miklu máli og að óánægja tengd launum og starfsmannaeklu dró ekki úr starfsánægju þátttakenda. Þá kom einnig í ljós að þátttakendur fundu fyrir meira álagi í starfi eftir efnahagshrun en jafnframt upplifðu þeir að starf þeirra og hlutverk leikskólans væri mikilvægara í dag heldur en fyrir efnahagshrun.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this essay is the author´s study of work satisfaction amongst teachers and assistants in preschools. The aim of the study was to examine what elements had direct impact on the teachers job satisfaction and to examine if their attitude towards their work had changed in any way after the economical crash that started in the automn of 2008. In the study qualitative methods were used in the form of open interviews. Four female staff members of two preschools in Reykjavík took part in the study. The main conclusions indicate that the staff in the preschools were most satisfied in their work when they experienced personal achievement with their work and seeing confirmation of their results in their young students progresses. Also the study´s conclusions indicated that the interaction between the participants of the study and the kids and between them and the other staff members were of great importance and also that dissatisfaction in connection with low salaries and with the low number of staff members did not reduce their job satisfaction. The study showed that the participants felt more work load as a result of the depression but they also felt that the value of their work and the importance of the preschool had increased since before the economical crisis.

Samþykkt: 
  • 2.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja starfsfólks í leikskólum - Hefur kreppan áhrif.pdf349.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna