ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7660

Titill

Útinám í leikskólastarfi : til gagns og ánægju

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Útivera hefur ávallt verið stór hluti af starfi íslenskra leikskóla, en á síðustu árum hefur útinám/útikennsla vaxið að vinsældum í skólamenningunni. Útinám hefur verið skilgreint í skólanámskrám og sumir leikskólar skipuleggja útiveruna markvisst sem útinám.
Ritgerðin fjallar um hvernig þrír leikskólar starfa að útikennslu, verkefni sem unnin eru í útikennslunni, hvaða gagn má hafa af útináminu og hvaða sýn leik¬skóla-kennarinn hefur á útikennslu. Leitað var til þriggja leikskóla og tekin viðtöl við starfs-menn. Eigindlegri aðferð var beitt við túlkun viðtalanna. Helstu hugtök sem fjallað er um eru: Útinám, útikennsla, fagmennska kennara og menntun til sjálfbærni.
Svo útinám verði til gagns og ánægju þarf kennarinn að vera meðvitaður um hvernig hann beitir sér í starfi. Ánægjan byggist á samleik barns, náttúru og kennara, þegar barn og fullorðinn leita í sameiningu eftir því sem náttúran getur kennt þeim. Leikskólar beita margvíslegum aðferðum í útikennslunni. Bæði eru fyrirfram skipulagðar vettvangsferðir og verkefni sem og óundirbúnar ferðir, þar sem upplifun barnanna er nýtt sem útgangs¬punktur til frekara náms. Leikskólinn getur stuðlað að fagmennsku í útikennslu á þann hátt að ýta undir áhuga kennarans svo hann njóti sín í starfi. Einnig er miklilvægt að gefa kost á endurmenntun og að gott samstarf sé við nærsamfélagið.

Samþykkt
3.3.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
JBH_Utinam-i-leiks... .pdf258KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna