is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7696

Titill: 
  • Lesvísiskver fyrir kennara yngri barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa meistaraverkefnis er tvíþætt. Annars vegar að afla upplýsinga um óformlegar matsaðferðir, sem gagnast vel við að fylgjast með framförum og árangri í lestrarkennslu á yngsta stigi grunnskólans. Hins vegar að taka saman, þróa og staðfæra slík matsgögn. Verkefnið er byggt á rannsóknum ýmissa fræðimanna á námsmati í lestri en óformlegar matsaðferðir eru hugsaðar sem viðbót við skimanir og stöðluð próf. Þótt stöðluð próf séu mikilvæg segja þau ekki allt um dagleg viðfangsefni nemenda á þessu mikilvæga stigi lestrarnámsins.
    Sérfræðingar leggja áherslu á að kennarar skrái með jöfnu millibili og á skipulegan hátt athuganir sínar á lestrarfærni nemenda og meti með fjölbreyttum aðferðum. Jafnframt að nemendur sjálfir taki virkan þátt í slíku mati bæði til að efla vitund sína um ólíka þætti læsis og átta sig á styrkleikum og veikleikum í lestrarnáminu og hvernig þeir geta bætt frammistöðu sína.
    Á grundvelli framangreindrar heimildavinnu var hönnuð handbók um óformlegar matsaðferðir í lestrarkennslu, eins konar „leiðarvísir“ fyrir kennara. Um er að ræða gagnasafn af fjölbreyttum, óformlegum matsaðferðum sem gefa kennurum möguleika á að meta og skrá framfarir og þróun í lestrarfærni eftir fjölbreyttum leiðum. Markmiðið er að kennarar fái sem heildstæðasta mynd af stöðu hvers nemanda frá einum tímapunkti til annars og geti gripið inn í og hagað kennslunni í samræmi við þarfir hvers og eins. Kennarar geta notað þennan leiðarvísi sem hjálpartæki við skráningu og úrvinnslu með hliðsjón af þeim aðferðum sem reifaðar eru. Sem dæmi um aðferðir má nefna: Viðtöl, skráning á lestrarfærni, sjálfsmat, kannanir og gátlistar sem meta mismunandi færni lestrar svo sem hljóðavitund, þekkingu á bókstöfum, færni við umskráningu, lesfimi og lesskilning. Sjónum er beint að yngsta stigi grunnskólans þar sem grunnur er lagður að lestrarkennslunni. Hluti matsblaðanna getur einnig nýst kennurum á miðstigi grunnskólans, þar sem mörk milli aldurshópa eru einstaklingsbundin.

Samþykkt: 
  • 11.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrun_Olgeirsdottir_ritgerd - Fyrri hluti.pdf1.85 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Kolbrun_Olgeirsdottir_ritgerd - Seinni hluti.pdf290.8 kBLokaðurViðaukiPDF