is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/769

Titill: 
  • Mannslíkaminn : námsspil um líkama mannsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er námsspil um mannslíkamann og er hugsað sem námsgagn í náttúrufræði. Unnið er út frá markmiðum Aðalnámskrár og tilheyrandi námsefni. Markhópur eru nemendur á miðstigi grunnskóla en er spilið þó hannað með það í huga að það nýtist nemendum á öðrum stigum sem og almenningi. Námsspilið er borðspil með fjölbreyttum spurningum, þrautum og verkefnum.
    Hugmyndafræði spilsins er margvísleg. Aðallega er unnið út frá kenningum prófessorsins Howard Gardners um fjölgreindir, gildum leikja í kennslu og mikilvægi fjölbreyttra kennslugagna fyrir getubreiðan námshóp.
    Námsspil má nýta sér með margvíslegum hætti. Fer það allt eftir markmiðum, viðfangsefni, aldri, þroska, áhuga nemenda og aðstæðna í skólastofunni. Sum eru notuð til að kveikja áhuga nemenda á námsefni, önnur til að þjálfa viðeigandi efnisatriði og enn önnur til að rifja upp efni og hugtök í lok yfirferðar. Spil þetta er hannað til notkunar við öll ofangreind atriði. Nýting þess gæti því orðið margþætt og áhrifarík.
    Markmið þessa námsspils er m.a. að auka áhuga nemenda á líffræði með því að kenna með leik. Einnig að koma til móts við sem getubreiðastan hóp með því að auka fjölbreytni kennslugagna og hafa tæki sem höfðar til mismunandi greinda nemenda.

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf888.86 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf1.03 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna