is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7720

Titill: 
  • Að byggja skjaldborg : upplifun fjögurra skólastjóra í grunnskólum Reykjanesbæjar af áhrifum efnahagskreppunnar á skólaþróun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni eru kynntar meginniðurstöður af upplifun fjögurra skólastjóra í grunnskólum Reykjanesbæjar af áhrifum efnahags¬kreppunnar, sem skall á haustið 2008, á skólaþróun.
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg og voru viðtöl tekin við skólastjórana í mars 2010 á skrifstofum þeirra. Viðmælendurnir fengu opnar eða hálf-opnar spurningar sendar áður en viðtölin fóru fram.
    Niðurstöðurnar benda til að forsendur skólaþróunar hafa breyst í grunnskólum Reykjanesbæjar í kjölfar efnahagskreppunnar og mun flóknara er orðið að framfylgja lögum um umbóta- og þróunarstarf í grunnskólum og framfylgja skólastefnu Reykjanesbæjar. Meginástæða þess er niðurskurður fjármagns vegna starfsþróunar kennara.
    Áhugi kennara á starfsþróun hefur ekki minnkað að mati skólastjóranna en þeir sögðu að hún færi að stærstum hluta fram á starfstíma skóla þ.e. frá 15. ágúst til 15. júní. Af frásögnum skólastjóranna mátti flokka starfsþróun kennara samkvæmt skilgreiningu Bredeson í starfsþróun annars vegar utan vinnutíma (e. outside of work) þ.e. þegar kennarar tóku þátt í námskeiðum, fjarnámi, fundum, ráðstefnum eða vettvangsferðum og hins vegar í starfsþróun í vinnu (e. at work) þegar kennarar tóku þátt í þróunarverkefnum. Þegar starfsþróun kennara var í vinnu var hún í samræmi við endurmenntunaráætlun skólanna og þær áherslur sem voru á hverjum tíma í umbótastarfi skólanna. Hún féll einnig vel að hugmyndum fræðimanna um lærdómssamfélag. Aftur á móti átti það ekki við þegar starfsþróun var utan vinnutíma.
    Mikil óvissa ríkti um fjármögnun skólaþróunar eftir að bæjaryfirvöld skáru niður að öllu leyti fjármagn til starfsþróunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Skólastjórarnir höfðu ekki forráð yfir fjármagni úr lögbundnum sjóðum. Þrátt fyrir þessa stöðu bera þeir ábyrgð á að umbóta- og þróunarstarf fari fram í skólunum og að endurmenntun kennara sé í samræmi við endurmenntunaráætlun skólans.
    Skólastjórarnir voru meðvitaðir um mikilvægi þess að standa vörð um faglegt starf í skólunum með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Togstreita milli hins faglega leiðtoga og stjórnandans var eins og rauður þráður í upplifun skólastjóranna á hlutskipti sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The research presents the main conclusions of how four principals in elementary schools in Reykjanesbær, Iceland experience the effects of the economic crisis of autumn 2008 on school development.
    The method used in this research was qualitative and the principals were interviewed in their offices in March of 2010. They received the questions which were open or half-open, prior to the interviews.
    The conclusions indicate that the prerequisite for school development in the elementary schools in Reykjanesbær have changed as a result of the economic crisis and enforcing the laws on reform and development in elementary schools as well as the Reykjanesbær school policy has become much more complicated. The main reason for this is the cut in financing of professional development for teachers.
    The principals believe that the teachers’ interest in professional development has not decreased but they said that it took place primarily during the school months, from August 15th until June 15th. From the principals’ responses the teachers’ professional development could be categorised according to Bredeson’s definition as being on the one hand professional development outside of work, i.e. when teachers participated in seminars, distance learning, meetings, conferences or on-site visits and on the other hand professional development at work, when teachers participated in development projects. When the teachers’ professional development took place at work, it was in accordance with the schools’ policies for continuing education and the emphases in their reform processes. It also toned in with experts’ ideas about a professional learning community. However, this was not the case when the professional development took place outside of work.
    There was considerable uncertainty regarding the financing of school development following the municipal authorities’ total cut down of finances for professional development in the budget for elementary schools for the year 2010. Despite the situation the principals are responsible for the reform and development process in the schools and that the teachers’ continuing education is according to the schools’ policies for continuing education.
    The principals realised the importance of securing professionalism in the schools’ activities with the pupils’ best interests at heart. Due to the situation all the principals experienced constant conflicts when deciding whether to take the role of professional leaders or executives.

Samþykkt: 
  • 15.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_30_1_2011_Jónína _Ágústsdóttir_rafrænt.pdf810.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna