is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7734

Titill: 
  • Viðmiðunargildi og próffræðilegir eiginleikar Ofvirknikvarðans fyrir 8 og 10 ára börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til þess að afla viðmiðunargild og athuga próffræðilega eiginleika Ofvirknikvarðans (ADHD Rating Scale) fylltu foreldrar og kennarar 233 átta ára og 259 tíu ára barna kvarðann út. Kynjamunur kom fram og sýndu drengir meiri og/eða fleiri einkenni ADHD heldur en stúlkur. Aðeins kom fram marktækur munur eftir aldri á undirkvarða athyglisbrests og heildarskori kennara, þar sem átta ára börn voru með hærra skor en tíu ára. Meðaltöl átta ára barna voru hærri en eldri rannsókn hafði gefið til kynna. Áreiðanleiki Ofvirknikvarðans reyndist hár og í samræmi við fyrri rannsóknir. Bæði var innra samræmi gott og fylgni milli mats foreldra og kennara í hærra lagi samanborði við fyrri rannsóknir. Niðurstöður þáttagreiningar voru í samræmi við eldri rannsóknir og komu í ljós tveir þættir, athyglisbrestur og ofvirkni/hvatvísi. Tíðni ADHD var metin út frá svörum foreldra og kennara meða greiningarviðmið DSM-IV til hliðsjónar. Samkvæmt foreldramati reyndust 10,77 prósetn barnanna uppfyllga greiningarviðmið ADHD en 12,6 prósent barna samkvæmt kennaramati.

Samþykkt: 
  • 18.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerdinMed forsidu.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna