is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7746

Titill: 
  • Að finna samhljóminn í innleiðingu breytinga – Ólíkir menningarheimar kallast á
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar eru skoðaðar meginaðferðir breytingastjórnunar og mismunandi sjónarhorn fræðimanna á þær. Farið er yfir hlutverk og aðferðir leiðtoga og stjórnenda og skoðaðir mismunandi eiginleikar og hlutverk fylgjenda í innleiðingu breytinga. Fjallað er um menningu innan skipulagsheilda, mismunandi tegundir hennar og áhrif á innleiðingu breytinga.
    Hins vegar verða þessi fræðilegu viðmið og umfjöllun mátuð við rannsóknareiningu þessarar ritgerðar, Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ). Árið 1992 var ákveðið að bæta við efnisskrá hljómsveitarinnar og bjóða popptónlistarfólki til samstarfs. Skoðað er hvernig staðið var að innleiðingu þessara breytinga hjá SÍ og hvort aðferðum breytingastjórnunar hafi verið fylgt, í skilningi fræðanna.
    Rannsókn þessi er tilviksrannsókn (e. case study) unnin eftir eigindlegri aðferðafræði.
    Rannsóknarspurningarnar eru þrjár:
    1. Var eitthvað í aðstæðum SÍ sem kallaði á breytingar í efnisvali?
    a. Er verkefnaval Sinfóníuhljómsveitar Íslands í samræmi við þau lög og reglur sem um hana gilda?
    2. Hvert var ferlið sem unnið var eftir við innleiðingu breytinga hjá SÍ?
    3. Hver var þátttaka og viðhorf hljóðfæraleikara til þessara breytinga?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hlutfallslega minnkandi aðsókn miðað við fjölda landsmanna og einsleitur áheyrandahópur SÍ, hvað aldur varðar, hafi kallað á breytingar í efnisvali sveitarinnar. Það má líta svo á að það að laða að ungt fólk á tónleika SÍ með samstarfi við popphljómsveitir og kynna í leiðinni sinfóníska tónlist falli að því hlutverki sem lögin leggja á herðar SÍ um að efla áhuga og þekkingu á æðri tónlist. Hins vegar, þegar ekki er lengur spiluð sinfónísk tónlist á þessum „blönduðu“ tónleikum, er álitamál hvort slíkt sé í anda laganna. Ekki var um neitt ákveðið ferli að ræða við innleiðingu breytinga heldur var einfaldlega viðhafður sá háttur að breytingarnar voru tilkynntar hljómsveitinni þegar ákvörðun um þær lá fyrir. Þátttaka hljóðfæraleikara í aðdraganda og innleiðingu þessara breytinga var að heita má engin viðhorf þeirra til breytinganna var jákvætt og einkenndist af þeim mikla sveigjanleika sem hljómsveitin býr yfir.

Samþykkt: 
  • 21.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Sigurðardóttir, 21 mars 2011.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna