is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7754

Titill: 
  • Stella vinkona kom í heimsókn ásamt foreldrum hennar. Um bindilögmál B og brot á því í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður hin hefðbundna bindikenning rakin og tekin fyrir nokkur vandamál sem koma upp í íslensku og ensku sem og nokkrar leiðir til endurbóta á henni en þó með sérstakri áherslu á persónufornöfn.
    Fyrst verður fjallað um hina hefðbundnu bindikenningu og helstu hugtök sem hana varða tekin fyrir og hvaða þýðingu þau hafa fyrir fyrir persónufornöfn. Vandamál varðandi persónufornöfn verða svo rædd út frá dæmum sem hefðbundna bindikenningin nær ekki að útskýra, þ.e. þar sem persónufornöfn birtast í umhverfi sem bindikenningin segir frátekið fyrir afturbeygð fornöfn. Nokkrar hugmyndir að úrlausnum verða svo teknar fyrir. Fyrst verður tekin fyrir hugmynd Vikners (1985) um að nafnliðir geti verið stjórnardeild. Næst verður tillaga Andersons (1986) að breyttum bindilögmálum sem leyfa það að persónufornöfn verði bundin af andlagi. Að lokum verður minnst á hugmynd Höskuldar Þráinssonar (1991) um að fornöfn sem ekki eiga sér afturbeygða hliðstæðu myndi sérstakan flokk sem hvorki þarf að vera bundinn eða frjáls og getur því verið bæði í umhverfi anafóra og í umhverfi sem ætlað er persónufornöfnum.
    Því næst verður fjallað um bindikenningu Reinharts og Reulands (1993) sem tengir saman merkingarfræði og setningafræði. Í stað þess að bindikenningin snúist um að skilgreina umhverfi mismunandi tegunda nafnliða líkt og sú hefðbundna snýst bindikenning Reinharts og Reulands um möguleika umsagna til afturbeyginar. Í þessari bindikenningu er mögulegt fyrir forsetningarliði sem tákna staðsetningu eða áttir að mynda sínar eigin umsagnir.
    Að lokum verða þær lausnir sem ofantaldar kenningar bjóða dregnar saman og talin vandamál sem standa eftir.

Samþykkt: 
  • 22.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gisli_Runar_Hardarson.pdf258.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna