ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7792

Titlar
  • Opna þjóðfélagið og óvinir þess

  • en

    The Open Society and Its Enemies

Leiðbeinandi
Skilað
Desember 2010
Útdráttur

Í þessari ritgerð verða þýddir fjórir fyrstu kaflarnir úr bókinni Opna þjóðfélagið og óvinir þess (e. The Open Society and Its Enemies) eftir heimspekinginn Sir Karl R. Popper. Bókin
fjallar að mörgu leyti um hugtak sem Popper nefnir söguhyggju og gagnrýni hans á kenningasmiði sem hann telur hafa tileinkað sér hana í kenningasmíðum sínum. Hugtakið söguhyggja skilgreinir Popper sem þá sannfæringu að mannkynssagan sé bundin sögulegum
lögmálum sem hægt er að rekja og uppgötva. Þeim er síðan hægt að beita til að sjá fyrir um framgang mannkynssögunnar. Í bókinni tengir Popper þessa hugmynd við ýmsa heimspekinga á borð við Hegel og Marx. Popper telur Platón vera einn helsta forvígismann
söguhyggjunnar og tileinkar fyrra bindi bókarinnar hugmyndum Platóns. Popper hafði sérstakar áhyggjur af því hvernig sannfærandi rökleiðslu söguhyggjunnar væri auðveldlega
hægt að beita til að réttlæta miðstýrt stjórnarfyrirkomulag, þ.e. þar sem einstakir spámenn eru þeir einu sem geta séð hvað þjóðinni er fyrir bestu. Í köflunum sem þýddir eru í þessari
ritgerð fjallar Popper m.a. um breytingarkenningu Herakleitosar, fyrirmyndaríki og frummyndakenningu Platóns og tengingu þeirra við söguhyggjuna og miðstýrt ríkisvald. Bókina skrifaði Popper á miklum óróatímum í Evrópu þar sem mikil óvissa ríkti um framtíðina. Popper var alla tíð mikill stuðningsmaður lýðræðis og var bókin skrifuð til stuðnings lýðræðishefðinni.

Athugasemdir

Íslensk þýðing á verki Sir Karls Popper

Samþykkt
28.3.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sturla_Birgisson_BA.pdf584KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna