ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/780

Titill

Áskoranir í valddreifingu og auðlindastjórnun á norðurskautssvæðinu í kjölfar veðurfarsbreytinga

Útdráttur

Norðurskautssvæðið er fjölbreyttur staður þar sem saman koma átta þjóðríki, ótal þjóðarbrot
með mismunandi menningu, áherslur og markmið. Þar er einnig að finna bæði fjölbreytt
dýralíf og einstakar náttúruperlur. Norðurskautssvæðið er einnig hlaðið jafnt
endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum auðlindum og því miklir hagsmunir í húfi. Í kjölfar
hnattrænnar hlýnunar má gera ráð fyrir að ásókn í þessar auðlindir muni aukast eftir því sem
aðgengi eykst. Í sögulegi samhengi má líta svo á að norðurskautssvæðið hafi verið
auðlindakista fyrir ríkin sem eiga þar land, en bæði meirihluti íbúa sem og stjórnarsetur þeirra
eru fyrir utan norðurskautasvæði að Íslandi undanskildu. Breytt viðhorf í alþjóðastjórnmálum
hafa leitt af sér aukna valddreifingu og eiga stjórnvöld nú erfiðara með að hafa sínu fram án
samráðs við íbúa á svæðinu. Á norðurskautssvæðinu er að finna fjölbreyttan hóp frumbyggja
sem hafa á seinustu áratugum unnið að því að fá rétt sinn til lands viðurkenndan og hafa þeir
náð mikilvægum áföngum í þeirri baráttu sinni. Norðurskautssvæðið hefur að geyma mikin
auð, í margvíslegu formi hvort sem það er í efnahagslegum eða menningarlegum skilningi og
þarf að vernda þá auðlind. Þjóðirnar átta á heimskautasvæðinu ásamt samtökum frumbyggja
hafa bundist böndum í Norðurskautsráðinu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Breytingar þær
sem framundan eru sökum hlýnunar munu kalla á aðlögun íbúa á svæðinu. Slíkri aðlögun þarf
þó að fylgja geta, þekking og að valdhafar séu í nánum tengslum við það svæði og það
samfélag sem þarf að aðlagast breyttum aðstæðum. Því er mikilvægt að staðbundið vald sé
elft þar sem staðbundin stjórnvöld hljóta að hafa betra skynbragð á hvaða aðgerða er þörf til
aðlögunar á nýjum aðstæðum.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Askoranir_i_val... .pdf588KBOpinn Áskoranir - heild PDF Skoða/Opna