is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7817

Titill: 
  • Starfshættir í grunnskólum : fyrstu niðurstöður úr spurningakönnunum meðal starfsmanna skóla
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum verður leitast við að varpa ljósi á námsumhverfi, nám nemenda, hlutverk kennara, skipulag innan skólans og viðhorf þeirra sem hagsmuna eiga að gæta, þ.e. nemenda, starfsmanna og foreldra. Starfsháttarannsóknin, sem svo er stundum nefnd, er samstarfsverkefni einstaklinga úr tveimur háskólum, fjórum sveitarfélögum auk tveggja fyrirtækja og 20 grunnskóla. Matstæki um einstaklingsmiðað nám úr smiðju Menntasviðs Reykjavíkurborgar er notað sem líkan í rannsókninni og byggt er á stoðum sem það hvílir á. Notaðar eru blandaðar aðferðir við gagnaöflun og önnur fyrirliggjandi gögn, svo sem niðurstöður úr samræmdum prófum. Í þessari grein er stuttlega fjallað um aðdraganda rannsóknarinnar og kynntar fyrstu niðurstöður úr spurningakönnunum sem starfsmenn skólanna 20 svöruðu veturinn 2009–2010. Jafnframt verða tekin fáein dæmi um niðurstöður og möguleika sem felast í frekari úrvinnslu úr gagnasafninu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study Teaching and learning in Icelandic schools is to contribute to the body of knowledge on teaching and learning in Icelandic schools. A special emphasis is put on the development towards individualized and cooperative learning. This is a multidisciplinary project, conducted in cooperation between researchers, private companies, representatives from four school districts and school personnel in 20 schools. A model of school practices which was developed as an evaluation tool under the leadership of City of Reykjavik Department of Education, is used as the framework for the research project. The model consists of six strands internal structures, learning environment, attitudes towards student learning, teaching strategies and practices, student acitivites and re-sponsibility and parental involement. Multiple methods are used for data collection including observations and surveys. In this conference paper we will take a few examples of results and give examples about possible further analysis.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2010
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
001.pdf701.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna