is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7844

Titill: 
  • Titill er á ensku Epidemiology of Exfoliation Syndrome in the Reykjavik Eye Study
  • Faraldsfræði flögnunarheilkennis
Námsstig: 
  • Doktors
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Flögnunarheilkenni (XFS) er veigamikill áhættuþáttur gláku. Það einkennist af uppsöfnun á formlausum bandvefsþráðum í forhólfi augans. Líklegt er að sú hækkun á augnþrýstingi (IOP) sem fylgir gjarnan XFS, sé tilkomin vegna þess að flögur efnisins stífli síuvef (trabecular meshwork) og auki þannig viðnám við útflæði augnvökvans. Flögnunargláka hefur hraðan sjúkdómsgang, svarar illa lyfjameðferð og hefur verri horfur en önnur form gláku. Gríðarlega munur er milli niðurstaðna rannsókna á algengi heilkennisins, sem hefur hvatt til frekari athugunar á hugsanlegum mun milli kynþátta og áhrifum umhverfisþátta. XFS hefur einnig verið spyrt við ýmsar annarskonar breytingar í augum svo sem; breytingar í þykkt hornhimnu (CCT), bognari hornhimnu (CC) og skýmyndanir í kjarna augasteins. Sumar rannsóknir hafa fundið tengsl milli XFS og kerfissjúkdóma; þá aðallega hjarta- og æðasjúkdóma. Áhrif útfjólublás ljóss (UV) hafa einnig verið rannsökuð sem hugsanlegur orsakavaldur, ásamt öðrum þáttum.
    Aðferðir og efniviður: Reykjavíkuraugnrannsóknin (RES) er framsæ rannsókn sem byggð er á slembiúrtak í Þjóðskrá. Upphafsskoðunin var gerð haustið 1996, þegar 1.045 einstaklingar eldri en 50 ára tóku þátt. Af þeim mættu 846 (88,2% eftirlifenda) í eftirfylgni fimm árum síðar. Allir þátttakendur fóru í gegnum staðlaða augnskoðun og svöruðu yfirgripsmiklum spurningalista um heilsufar og lífsstíl.
    Niðurstöður: Í algengisrannsókninni greindist XFS hjá 10,7% þátttakenda og frekar hjá konum og þeim sem eldri voru. Fimm árum síðar greindist heilkennið í 5,2% til viðbótar. Sterk tengsl milli XFS og IOP voru greinileg. Engin munur var hinsvegar merkjanlegur á byggingu forhólfs augans. Marktækt meira tap á taugavef hjá þeim sem höfðu XFS kom skýrt í ljós í mælingum á hlutfalli milli sjóntaugarbolla og sjóntaugaróss (optic disk).
    Ályktanir: XFS er algengt meðal íslendinga, meira meðal kvenna og þeirra sem eldri eru. Greiningarviðmiðin sem stuðst er við eru áreiðanleg yfir tíma. Við finnum líka breytingar í áhættu sem benda til þess að andoxun gegni hlutverki í framgangi heilkennisins.
    Lykilorð: Flögnunarheilkenni – Gláka – Algengi – Nýgengi - Áhætta

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Exfoliation syndrome (XFS) is a major risk factor for glaucoma. It is characterized by a pathological accumulation of polymorphic fibrillar-material in the anterior segment of the eye. It is likely that the increase in intraocular pressure (IOP) seen in XFS patients, is at least in part due to flakes of material clogging up the trabecular meshwork, and thereby increasing the resistance to outflow and increasing IOP. XFS glaucoma progresses more rapidly, is more resistant to medical treatment, and has worse prognosis than other glaucomas. The prevalence of XFS has been found to vary greatly between different studies, raising the possibility of both racial and/or environmental modulators. XFS has also been linked to other changes in ophthalmological structures such as; changes in central corneal thickness (CCT), steeper corneal curvature (CC), and nuclear lens opacifications. Some studies have found XFS to be associated with systemic diseases, mostly cardiovascular and cerebrovascular. Exposure to ultra-violet (UV) light has also been investigated as a possible culprit, along with several other plausible factors. The aim of the present study was to determine the prevalence and 5-year incidence of XFS, to establish possible risk factors and/or concomitant symptoms, and finally to investigate the relationship between XFS and glaucomatous changes.
    Materials and Methods: The Reykjavík Eye Study (RES) is a prospective study based on a random sample from the Icelandic national population sample. The baseline examination was done in the autumn of 1996, when 1,045 persons older than 50 years participated. Of these, 846 (88.2% of survivors) participated in a follow-up 5 years later. All participants went through a standard examination protocol, and answered a comprehensive questionnaire on health and life-style.
    Results: In the prevalence study, XFS was found in 10.7% of subjects, more frequently in females and older persons. Five years later a further 5.2% of those that participated in the follow-up study, and had no signs of XFS at baseline, were diagnosed having XFS. We found a strong correlation between IOP and XFS. No difference was found in the anterior segment parameters measured, but there was a significant loss of neural tissue in the XFS as demonstrated by measurements of cup/disk ratio.
    Conclusions: We find XFS to be frequent among Icelanders, increasing with age and more in females. Our diagnostic criteria are reliable over time. We have also identified possible risk factors that point to a role of antioxidants in the development of XFS. We find changes in corneal curvature and thickness more related to age than XFS.
    Key words: Exfoliation syndrome – Glaucoma – Prevalence – Incidence - Risk

Samþykkt: 
  • 4.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis Arsaell Mar Arnarsson 2009.pdf662.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna