ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7845

Titill

Um ofbeldi í skilningi 194. gr. almennra hegningarlaga

Skilað
Október 2008
Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um og sýna hvað sé ofbeldi í merkingu núgildandi 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Farið verður yfir hvaða verknaðir geta fallið undir ákvæðið, hvernig ákvæðið um nauðgun hefur breyst í gegnum söguna og hvernig ofbeldisþáttur og verknaðaraðferð þess hefur rýmkað
Þegar fjallað er um ákvæði almennra hegningarlaga, er mikilvægt að hefja stutta umfjöllun um ásetning enda kemur það aðeins til álita að dæma fyrir verknað gegn 194. gr. hgl. ef gerandi hafði ásetning til verknaðar.
Til þess að átta sig á núgildandi nauðgunarákvæði er mikilvægt að fara yfir sögulega þróun ákvæða um nauðgun á Íslandi, allt frá árinu 1869 til dagsins í dag. Farið verður yfir hverja breytingu fyrir sig og hvernig þær breyttu ákvæðinu um nauðgun og þau áhrif sem hver breyting hafði á skilgreiningu ákvæðisins í dag. Höfundur mun sérstaklega fara yfir þær breytingar sem áttu sér stað með lögum nr. 61/2007.
Í lok ritgerðarinnar mun höfundur loks fara ítarlega í dóm héraðsdóms frá 5. júlí 2007 í máli nr. S-839/2007 og reifa helstu sjónarmiðin í þeim dómi og hvernig sú túlkun héraðsdóms samræmist efni þessara ritgerðar.

Samþykkt
4.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Baldur_Arnar_Sigmu... .pdf452KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Yfirlýsing_BaldurA... .pdf429KBLokaður Yfirlýsing PDF