ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7872

Titill

Nauðung samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð verður fjallað um nauðung samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fjallað verður almennt um hugtakið nauðung, hvað felst í því og þá sérstaklega hótunarþátt þess. Gerð verður grein fyrir forsögu ákvæðisins og þeim breytingum sem orðið hafa á nauðungarhugtakinu síðan lögin tóku gildi 12. febrúar 1940. Verður áherslan einkum á þær breytingar sem gerðar voru á kynferðisbrotakaflanum, annars vegar árið 1992 og hins vegar breytingarnar sem gerðar voru á honum árið 2007. Þá verður hugtakið frelsissvipting skilgreint, og komið lítillega inn á þær breytingar sem gerðar voru á frelsissviptingarhugtakinu í 1. mgr. 194. gr. hgl. Einnig verður komið inná eðli 1. mgr. 194. gr. hgl., en ákvæðið hefur að geyma samsetta brotalýsingu með nokkrum verknaðarþáttum og eru verknaðarþættir þess ofbeldi, hótanir og annarskonar ólögmæt nauðung, en frelsissvipting fellur undir ofbeldishugtakið. Þá verður fjallað sérstaklega um þýðingu sakartæmingar og hvernig hún virkar þegar kemur að nauðung og frelsissviptingu, hvenær ákvæði 194. gr. tæmir sök og hvenær því er beitt með öðru almennu ákvæði. Þá verður dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands við beitingu ákvæðisins skoðuð með sérstöku tilliti til sakartæmingar gagnvart almenna nauðungarákvæðinu sem er í 225. gr. hgl. og frelsissviptingarákvæði 226. gr. hgl.

Samþykkt
13.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerð.pdf337KBLæst til  1.1.2023 Heildartexti PDF  
Forsida.pdf31,0KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna