is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7878

Titill: 
  • Takmarkanir á samningsfrelsi með áherslu á löggerninga ólögráða manna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samningsfrelsið er ein mikilvægasta meginregla samningaréttar nútímans. Hér mun verða fjallað um takmörkun á þessari meginreglu sem byggir á ákvæðum lögræðislaga nr. 71/1997 (hér eftir skammstöfuð lögrl.) en þar segir í 76. gr. að samningar ólögráða manns séu ógildir að því leyti sem hann ekki hafði heimild til gerðar þeirra. Umfjöllunin er því á mörkum samningaréttar og persónuréttar. Fyrst verður í stuttu máli gerð grein fyrir eðli samninga og persónuréttar en því næst fjallað um meginreglur samningaréttar og ógildingarástæður. Grundvallarhugtök persónuréttar, rétthæfi, gerhæfi og lögræði verða einnig skýrð til skilningsauka. Meginreglan um ógildi og undantekningarreglunar á henni verða síðan brotnar til mergjar og litið til áhrifa ógildingar þessara samninga. Traustfangsreglur og skilaskylda fá einnig sinn skerf. Að lokum verða helstu atriði ritgerðar dregin saman ásamt lokaorðum höfundar.
    Áhugi höfundar á þeirri nálgun að fjalla um lögræðisskort sem takmörkun á samningsfrelsinu vaknaði við heimildaöflun í tilefni þessarar ritgerðar. Þar sem umfjöllun um persónurétt er verulega minni en var á árum áður eftir að hafa verið tekin úr sifja- og erfðarétti vöknuðu margar spurningar um hvernig málum af þessu tagi væri háttað. Hvaða kostum þarf aðili að vera búinn til þess að vera hæfur til að gera gilda löggerninga. Hvaða áhrif hefur samningsgerð ólögráða aðila? Hér verður leitast við að svara þeim spurningum og fleiri þeim tengdum.

Samþykkt: 
  • 13.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Takmarkanir á samningsfrelsi.pdf263.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsida.pdf91.95 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna