ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7884

Titill

Skáldskapurinn í náttúrunni. Birtingarmyndir náttúrunnar í nokkrum skáldsögum Halldórs Laxness

Skilað
Apríl 2011
Útdráttur

Íslensk náttúra í öllum sínum myndum skipti Halldór Laxness ætíð miklu máli þrátt fyrir að hann hafi löngum verið maður stórborganna erlendis. Elska hans og aðdáun á náttúru Íslands speglast víða í verkum hans. Í þessari ritgerð má segja að markmiðið sé tvíþætt, annars vegar að leitast við að greina helstu birtingarmyndir náttúrunnar í völdum sögum Halldórs Laxness og hins vegar að skoða hvernig náttúran tengist mannlífinu og einstökum persónum sagnanna. Einkum er í því tilliti horft til Heimsljóss og Kristnihalds undir Jökli. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar er fjallað um náttúruna og tengingu hennar við rómantísk viðhorf í bókmenntum og listum, trúarleg og heimspekileg viðhorf til náttúru eru tekin fyrir og loks er rætt um vísindaleg eða tæknileg viðhorf gagnvart náttúrunni. Í umfjöllun um Heimsljós er aðaláherslan á sveitarómagann Ólaf Kárason og upplifun hans á náttúrunni, linnulausa leit hans að fegurðinni og tilhneigingu hans til að upphefja náttúruna og gera hana allt að því dulúðuga. Í Kristnihaldi undir Jökli er náttúran ekki vegsömuð á sama hátt og í raun ekki mikið um náttúrulýsingar. En þar er jökullinn í aðalhlutverki og hann er séður með augum Umba og séra Jóns og báðir upphefja þeir hann og göfga, hvor á sinn hátt. Í lok ritgerðarinnar er fjallað um kvenlýsingar og hvernig þær tengjast náttúrunni. Í bókum Halldórs Laxness er konan rétt eins og náttúran gjarnan séð með augum karla og niðurstaðan er sú að hið karllæga sjónarhorn hefur í för með upphafningu og framandgervingu hins náttúrulega og kvenlega sem leiðir til þess að konan og náttúran renna saman í augum karlsins.

Samþykkt
13.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigríður Egilsdóttir.pdf1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna