is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7888

Titill: 
  • Óskráðar réttarreglur um sérstaka sameign. Heimildir sameigenda til ráðstöfunar og hagnýtingar á andlagi sérstakrar sameignar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni ritgerðarinnar eru óskráðar réttarreglur sem gilda um sérstaka sameign. Fyrst er fjallað almennt um eignarréttinn, Vikið er að skiptingu eignarréttar og þeim heimildum sem í honum felast. Einnig er mismunandi eignarformum gerð skil.
    Fjallað er stuttllega um óskráðar réttarreglur þar sem meginefni ritgerðarinnar lýtur að þeim óskráðu réttarreglum sem gilda um sérstaka sameign.Samhengisins vegna eru réttarheimildirnar meginreglur laga, venjur og fordæmi sérstaklega tekin fyrir.
    Þá er fjalla almennt um sérstaka sameign. Fyrst um stofnun hennar og þær aðferðir sem almennt er viðurkennt að geti leitt til stofnunar sérstakrar sameignar. Einnig er vikið að heimild einstakra eigenda til hagnýtingar og ráðstöfunar á andlagi hinnar óskiptu sameignar og sliti sérstakrar sameignar, meginreglunni sem um slitin gildir, heimildum hvers sameiganda til slita og þeim lagaákvæðum sem fjalla um slit á sérstakri sameign.
    Að lokum er kafað dýpra í heimildir eigenda til ráðstöfunar og hagnýtingar sérstakrar sameignar. Þær ráðstafanir sem öðrum sameigendum eru bagalausar eru kannaðar, hugtakið bagalaus skoðað og í því sambandi reifaðir dómar umfjölluninni til fyllingar. Þá er fjallað um þær ráðstafanir og hagnýtingarheimildir sem gengið er út frá við stofnun að séu heimilar. Næst eru teknar fyrir aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir skemmdir, óskráðar reglur sem áður voru taldar gilda en hafa nú verið skráðar í fjöleignarhúsalög og dómaframkvæmd sem lýtur að þessu viðfangsefni. Allra síðast er stuttlega fjallað um þær ráðstafanir sem eru lögboðnar til handa eigendum sérstakrar sameignar.

Samþykkt: 
  • 13.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín_ba.pdf504.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna