is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7907

Titill: 
  • Um rán og ákvörðun refsingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er að finna umfjöllun um rán og ákvörðun refsingar í málum er varða við því broti, þ.e. 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og könnun á dómum Hæstaréttar fyrir slík afbrot frá árinu 1952 til 2010. Ránsbrotin teljast með alvarlegustu refsiverðum brotum í íslensku réttarkerfi sé horft til refsimarka laganna. Almenn umræða um refsingar fyrir slík brot hefur þó verið að skornum skammti í samfélaginu. Í þessari ritgerð er það ætlun höfundar að gera grein fyrir inntaki ákvæði laga um rán og refsimati dómstóla, þ.e. á grundvelli hvaða refsiákvörðunarástæðna dómstólinn ákvarðar refsingu hverju sinni og hvort samræmi er á milli refsinga í samskonar málum. Ritgerðarhöfundur beitir sömu rannsóknaraðferðum við ritun skýrslunnar og honum var tamt að gera við Háskólann á Bifröst. Með þessari aðferð voru efnistökin ákveðin og skilgreind og í heimildavinnunni voru notaðar frumheimildir, afleiddar heimildir og aðrar upplýsingar,varðandi efnið.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 14.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Um rán og ákvörðun refsingar yfirlestur3.pdf810.99 kBLokaðurHeildartextiPDF