is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7910

Titill: 
  • Mannréttindi kvenna í ríkjum Evrópusambandsins
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir stefnu átta Evrópusambandsríkja, auk Íslands, gagnvart vændi,mansali, fæðingarorlofi og fóstureyðingum. Markmiðið er að skoða Evrópuvæðingu á
    mannréttindum kvenna í þessum ríkjum. Sérstök áhersla er lögð á heilsufélagslega þætti og farið yfir regluverk í þessum málaflokkum. Kenningarlegur grundvöllur umfjöllunarinnar er
    sóttur í Evrópusamruna annars vegar og kvenfrelsi hins vegar. Skoðað er hvernig Evrópusamruninn færir sig frá því að vera hreint efnahagssamstarf og yfir í aukna samvinnu á
    pólitískum og félagslegum grundvelli. Farið er yfir kenningar femínista og hvernig þær kenningar endurspeglast í stefnum stjórnvalda. Stefnugreiningu er beitt til að kanna áhrif
    löggjafar hvers ríkis fyrir sig á stöðu kvenna gagnvart kynbundnu ofbeldi í formi vændis og mansals, lögum um fæðingarorlof og rétt til fóstureyðinga. Niðurstaðan er sú að jafnréttislöggjöf hefur að hluta til áhrif á stöðu kvenna í þessum Evrópuríkjum, en aðrir þættir spila þó töluvert hlutverk og má þar helst nefna vinnumarkað, trúarbrögð, menningu, hefðir og ríkisstjórnir sjálfar.

Samþykkt: 
  • 14.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelenaEydal_MA_final.pdf739.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna