is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7914

Titill: 
  • Titill er á ensku Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders. Assessment of scapular orientation and recruitment of the scapular stability muscles in patients with insidious onset neck pain and whiplash associated disorders
  • Rannsókn á stöðugleikakerfi hjá sjúklingum með verki í hálshrygg. Mat á stöðu herðablaðs og kveikjumynstri stöðugleikavöðva herðablaðs hjá sjúklingum með hálsverki af óþekktum uppruna og eftir hálshnykk
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Talið er að röskun á stöðugleikakerfi herðablaðs geti framkallað og viðhaldið vanstarfsemi í háls- og brjósthrygg með því að valda þrýstings-, snúnings- og skriðálagi á liðum og liðumbúnaði. Þar sem þessar truflanir eru taldar tengjast hálsverkjum og endurteknum hálsverkjaköstum, felur meðferð vegna hálsverkja hjá sjúkraþjálfara í sér mat á stöðu herðablaðs og starfsemi stöðugleikavöðva herðablaðsins með leiðréttingum þegar við á. Stöðugleikakerfi herðablaðsins hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með hálsverki og þess vegna byggjast meðferðarúrræði fyrir þessa sjúklinga á niðurstöðum rannsókna á sjúklingum með axlarverki. Meginmarkmið doktorsverkefnisins var að rannsaka stöðugleikakerfi herðablaðsins hjá sjúklingum með hálsverki og meta hvort að sjúklingar með hálsverki af óþekktum uppruna og sjúklingar með hálsverki eftir hálshnykk hafi mismunandi truflanir. Stöðugleikakerfi herðablaðs var rannsakað með því að athuga hvort til staðar væri annars vegar truflað mynstur á stöðu herðablaðs þegar handleggur er niður með hlið og hinsvegar hreyfimynstri þegar handlegg er lyft. Kveikjumynstur stöðugleikavöðva herðablaðsins; sjalvöðva og síðusagtennings, var einnig athugað þegar handlegg var lyft. Aukamarkmið rannsóknarinnar var mat á stöðu háls- og brjósthryggs hjá þessum sama hóp sjúklinga. Tilgátan var sú að sjúklingar með hálsverki hafi truflaða stöðu á herðablaði, háls- og brjósthrygg ásamt truflun á kveikjumynstri stöðug¬leikavöðva herðablaðs. Sjúklingar með hálsverki af óþekktum uppruna hafi öðruvísi truflanir en sjúklingar með hálsverki eftir hálshnykk.
    Staða herðablaðs, háls- og brjósthryggjar og kveikjumynstur sjalvöðva og síðusagtennings var metið með þrívíddargreini (Fastrak) og yfirborðs-vöðvarafrita hjá sjúklingum með hálsverki af óþekktum uppruna (n=22) og hálsverki eftir bílákeyrslu (n=27). Einkennalaus hópur var valin til samanburðar (n=23). Niðurstöður sýndu breytta stöðu herðablaðs, hálshryggs og truflað kveikjumynstur í stöðugleikavöðvum herðablaðs, hjá sjúklingum með hálsverki. Sjúklingar með hálsverki sýndu marktækt minnkaðan aftursnúning hægra viðbeins þegar handleggur var niður með hlið auk þess sem sjúklingar með hálsverki eftir bílákeyrslu sýndu minnkaðan uppsnúning vinstra herðablaðs þegar handleggur var niður með hlið miðað við samanburðarhópinn. Mismunur var á uppsnúningi viðbeins og framhalla herðablaðs á vinstri hlið milli sjúklinga með hálsverki af óþekktum uppruna og eftir bílákeyrslu. Niðurstöðurnar sýndu einnig marktæka seinkun á virkni síðusagtennings og minnkað horn milli höfuðkúpu og hálshryggs hjá sjúklingum með hálsverki. Engin munur var á stöðu brjósthryggs milli hópa.
    Þessar niðurstöður benda til illa samhæfðrar vöðvavirkni sem minnkar gæði taugavöðvastjórnunar og raskar eðlilegum stöðugleika herðablaðs. Minnkað horn milli höfuðkúpu og hálshryggs hjá sjúklingum með hálsverki bendir til skertrar getu hálshryggs til þungaburðar sem getur meðal annars orsakast af truflaðri vöðvavirkni djúpra hálsbeygjuvöðva. Þessar breytingar á stöðug-leikakerfi herðablaðs og stöðu hálshryggjar geta verið mikilvægur þáttur í viðvaranleika og auknum einkennum hjá sjúklingum með hálsverki.

  • Útdráttur er á ensku

    Clinical reasoning suggests that alteration of the scapular stability system has the potential to create and sustain mechanical dysfunction in the cervical and thoracic spine by inducing compressive, rotational and shear forces to the articular tissues. These disturbances are considered to be an important feature in neck pain and the recurrence of neck pain. Current therapeutic guidelines for patients with cervical spine disorders therefore include analysis and correction of the function of the scapular stability muscles and scapular orientation. The scapular stability system has until now not been investigated in patients with neck pain and due to lack of research in this field, therapeutic guidelines intended to restore normal scapular stability in these patients are based on the results of research on the shoulder. The primary aim of this PhD project was to investigate the scapular stability system in patients with cervical spine disorders and to find out if there is a difference in impairments between individuals diagnosed with insidious onset neck pain (IONP) or whiplash associated disorders (WAD). The scapular stability system was investigated by assessing whether there is a pattern of altered scapular orientation when the arm is resting by the side and during arm elevation. The onset of muscle activation of the scapular stability muscles; trapezius and serratus anterior, when the arm is elevated was also evaluated. The secondary aim was to investigate the alignment of the cervical and thoracic spine in the same cohort. The hypothesis was that patients with cervical spine disorders demonstrate altered orientation of the scapula and altered alignment of the cervical and thoracic spine together with a disturbed onset of muscle activation in the scapular stability muscles. These impairments are based on the diagnosis of IONP and WAD.
    A three-dimensional tracking device (Fastrak) and a surface electromyography unit measured scapular orientation, the cervical-thoracic alignment and the onset of muscle activation of the trapezius and serratus anterior in patients with IONP (n=22) and WAD (n=27). A control group was selected for comparison (n=23). The results revealed altered scapular orientation, altered cervical alignment and altered onset of muscle activation in the scapular stability muscles in the symptomatic groups. The symptomatic groups demonstrated a significantly reduced retraction of the right clavicle and the WAD group a reduced left scapular upward rotation with arm by the side, compared to the control group. A different manifestation was revealed on the left side between the two symptomatic groups in clavicular elevation and scapular anterior tilt with arm by the side and during arm elevation. The results revealed a significantly delayed onset of muscle activation in the serratus anterior and a decreased cranial angle in the symptomatic groups.
    These findings reflect inconsistent or poorly coordinated muscle activation which reduces the quality of neuromuscular performance, thus altering normal stability of the scapula in these patients. The decreased cranial angle may reflect a reduced weight bearing capacity of the cervical spine, which occurs, amongst other things, by altered muscle activity in the deep cervical flexors. These changes in the scapular stability system and the alignment of the cervical spine may be an important mechanism for maintenance, recurrence or exacerbation of symptoms in patients with cervical spine disorders.

Styrktaraðili: 
  • The Icelandic Centre for Research (Rannís), Landspitali University Hospital Research fund
Samþykkt: 
  • 15.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doktorsritgerð B5-læst.pdf9.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna