is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7919

Titill: 
  • Úrskurðarvald dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar lýtur að úrskurðarvaldi dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga, hvaðan vald þeirra kemur, röksemdir að baki því og umfangi þess. Kenningin um úrskurðarvald dómstólanna á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna en þó að úrskurðarvald dómstólanna sé nú viðurkennt sem stjórnskipunarvenja hafa fræðimenn ekki verið sammála um á hvaða lagagrundvelli þetta vald dómstólanna byggist.
    Uppbygging ritgerðarinnar er þannig háttað að fyrst verður fjallað um megineinkenni og grunnþætti íslenskrar stjórnskipunar. Svo verður fjallað um dómsvaldið, stöðu þess og hlutverk í réttarríkinu ásamt umfjöllun um hlutverk dómstóla í þróun réttarins. Einnig verður fjallað um hvað felst í dómsvaldinu og því næst verður fjallað um úrskurðarvald dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga, grundvöll þess og röksemdir að baki valdinu. Einnig verður fjallað stuttlega um grundvöll úrskurðarvaldsins í Noregi og Danmörku. Verður því næst fjallað um stjórnskipulegt gildi laga, hvað í því felst og verður farið nokkrum orðum um hvaða áhrif stjórnarskrárbreytingarnar árið 1995 höfðu á dómaframkvæmd. Verða nokkrir dómar Hæstaréttar teknir til athugunar ásamt því að stuttlega verður fjallað um málsmeðferð fyrir dómi. Að lokum verður fjallað um umfang og takmörk úrskurðarvaldsins og í lokaorðum dregnar saman ályktanir um úrskurðarvald dómstólanna til að meta stjórnskipulegt gildi laga.

Samþykkt: 
  • 15.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka loka loka Hrafnhildur.pdf311.48 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða BA ritgerð pdf.pdf125.63 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna