ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7929

Titill

Lögvarðir hagsmunir stjórnvalda í ógildingarmálum. Um dóm Hæstaréttar frá 18. júní 2008 í máli nr. 264/2008

Skilað
Apríl 2011
Útdráttur

Á undanförnum árum hefur talsvert verið fjallað um það álitaefni hvernig varnaraðild stjórnvalda skuli háttað að dómsmálum þar sem farið er fram á ógildingu stjórnvaldsákvarðana. Í því sambandi hefur ekki síst verið til umfjöllunar hvaða þýðingu lögvarðir hagsmunir stjórnvalds hafi við mat á varnaraðild þess að dómsmáli þar sem krafist er ógildingar stjórnvaldsákvörðunar. Í ritgerðinni er fjallað um þetta álitaefni með hliðsjón af dómi Hæstaréttar frá 18. júní 2008 í máli nr. 264/2008. Í honum koma fram skiptar skoðanir dómenda Hæstaréttar um það hvaða þýðingu lögvarðir hagsmunir hafi við mat á aðild stjórnvalds að dómsmáli. Gerð er grein fyrir þessum skoðunum og þeirri gagnrýni sem dómendur beina hver að öðrum í ólíkum atkvæðum málsins. Í ritgerðinni er jafnframt lagt mat á þessa gagnrýni og dregnar ályktanir af henni. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að forsendur í dómi Hæstaréttar séu ekki fyllilega ótvíræðar og ekki verði því dregnar af þeim afdráttarlausar ályktanir um þýðingu lögvarðra hagsmuna við mat á aðild stjórnvalda að dómsmálum. Er dregin af þeirri niðurstöðu sú ályktun að réttaróvissa ríki um þetta atriði í kjölfar dóms Hæstaréttar.

Samþykkt
15.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ba_ritgerd_logvard... .pdf364KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna