ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/793

Titill

The separation of powers, the non-delegation doctrine and the right to work in Icelandic constitutional law

Leiðbeinandi
Útdráttur

Franski þjóðfélags- og stjórnmála hugsuðurinn Montesquieu (1698-1755) taldi
að nauðsynlegt væri að vald reisti valdi skorður. Skrif hans höfðu mikil áhrif á
mótun kenningarinnar um þrískiptingu valdsins. Samkvæmt hinni hreinu
kenningu á ríkisvaldið að skiptast í þrjár algerlega aðskildar og sjálfstæðar
greinar, sem hver um sig hefur einvörðungu sinn þátt ríkisvaldsins til
meðferðar. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands fara Alþingi og
forseti Íslands með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnvöld með
framkvæmdavalið og dómendur með dómsvaldið. Hinar mismunandi greinar
ríkisvaldsins eru innbyrðis háðar. Löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið
tengjast sérlega nánum böndum. Ráðherrarnir, sem sitja í ríkisstjórn, eru
jafnframt leiðtogar meirihlutans á Alþingi. Löggjafarvald getur verið framselt til
framkvæmdavaldsins. Í nútíma ríkjum eru stjórnvaldsfyrirmæli óumflýjanlega
fyrirferðamikil. Framsal lagasetningarvaldsins lýtur þó takmörkunum vegna
þrígreiningar valdsins og lögmætisreglunnar. Atvinnufrelsið er varið með 75.
gr. stjórnarskrárinnar og verður einungis skert með lögum. Af þessum sökum
verður að gera ríkar kröfur til lagastoðar, eigi að skerða atvinnufrelsið með
stjórnvaldsfyrirmælum. Í þessari ritgerð eru þessi skilyrði könnuð með því að
skoða dóma sem um þetta hafa gengið í Hæstarétti. Jafnvel þó að skort hafi
upp á samræmi í þeim dómum, sem skoðaðir eru, má engu að síður greina
þrjú megin skilyrði sem uppfylla þarf, þó að Hæstiréttur hafi stundum litið
framhjá þeim. Til þess að framsalið geti talist lögmætt þurfa pólitísk markmið
og tilgangur skerðingarinnar að koma fram í lögum, svo og leiðbeiningar um
þær leiðir sem fara á til að skerða frelsið. Einnig þurfa að vera til staðar
meginreglur í settum lögum um umfang og takmörk hinnar nauðsynlegu
skerðingar.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf96,3KBOpinn Separation - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf112KBOpinn Separation - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Ritgerð í heild sinni.pdf399KBOpinn Separation - heild PDF Skoða/Opna
Útdráttur.pdf87,5KBOpinn Separation - útdráttur PDF Skoða/Opna