is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7940

Titill: 
  • Viðhorf sjómanna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Með tilliti til áhrifa aðildarinnar á íslenskan sjávarútveg
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með lokaritgerð þessari er markmiðið að komast að því hvert sé viðhorf íslenskra sjómanna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Settar eru fram fimm rannsóknarspurningar sem allar snúa að því að leita svara við ýmsum vafamálum sem tengjast viðhorfum sjómanna til aðildarinnar. Samanburður er gerður á fræðilegri greiningu á hugsanlegum afleiðingum aðildar að Evrópusambandinu á sjávarútveg landsins og á mati sjómanna á áhrifum aðildarinnar. Lagt verður mat á hvaða þættir það eru sem hafa helst áhrif á viðhorf sjómanna en samkvæmt kenningu Andrew Moravcsik um hina frjálslyndu milliríkjahyggju, hafa hagsmunir helst áhrif á ákvarðanir varðandi samruna. Leitast er við að meta hvort kenningin um skynsamlegt val standist þegar horft er til sjómanna og afstöðu þeirra til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt kenningunni eyðir fólk meiri tíma í að afla upplýsinga um hugsanlegar niðurstöður og þá valkosti sem það hefur, ef niðurstöður ákvörðunarinnar hafa mikil áhrif á líf viðkomandi. Þrenns konar rannsóknaraðferðir eru notaðar til að svara rannsóknarspurningunum: rituðum gögnum er safnað, staðlaður spurningalisti er lagður fyrir og viðtöl eru tekin við nokkra sjómenn. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðhorf sjómanna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu er neikvætt, en 72% svarenda höfðu mjög neikvætt eða frekar neikvætt viðhorf til aðildarinnar. Því yngri sem svarendur voru, því neikvæðari voru þeir í garð aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hagsmunir hafa helst áhrif á viðhorf sjómanna en flestir svarendur sögðu ástæðuna fyrir viðhorfi sínu til aðildar vera að aðild hefði slæmar afleiðingar fyrir sjávarútveginn. Rannsóknin leiddi í ljós að almennt hafa sjómenn ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the thesis is to find out what kind of an attitude fishermen hold towards a possible membership of Iceland in the European Union. Five research questions are presented which all attempt to find an answer to various uncertainties related to the opinion of fishermen towards a membership. A theoretical analysis on possible consequences of a membership in the European Union on the countries fishing industry is compared to the fishermen’s opinion on the effect of the membership. An attempt will be made to assess what factors influence fishermen’s attitude but according to Andrew’s Moravcsik theory of liberal intergovernmentalism, interests are the factors that have the most influence on the European integration. An intention will be made to prove the rational choice theory in relation to fishermen and their judgement of the Icelandic membership in the European Union. According to the theory people spend more time gathering information on possible results of their options if the results of their decisions have a great influence on their life. Three kinds of research methods are used to answer the research questions: written data are collected, standard questionnaire is posed and interviews are taken with a few fishermen. The research reveals that fishermen’s attitude toward a possible membership of Iceland in the European Union is negative whereas 72% of the respondents were very negative or rather negative towards a possible membership. The younger the respondents were, the more negative they were toward a membership of Iceland in the European Union. Interests are the most influential factors of fishermen’s opinion as most respondents considered the reason for their opinion towards a membership was that the membership would have a bad result for the fishing industry. The research also reveals that in general, fishermen had not acquired adequate information on possible consequences of the Icelandic membership in the European Union.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fræðilegur bakgrunnur.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna