is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7944

Titill: 
  • Upplýsingalæsi. Kjarni upplýsingamenntar eða ferli í öllu námi grunnskólanemenda í nútímasamfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um hugtakið upplýsingalæsi og þróun þess, sem og hvernig það er kennt sem ferli í námi barna á grunnskólaaldri. Lítið er vitað um hvernig staða upplýsingalæsis er í kennslu á grunnskólastigi hér á landi og því er einkum litið til erlendra rannsókna og fræðimanna.
    Rannsóknin var unnin veturinn 2010–2011 en hún er gerð undir merkjum eigindlegra rannsóknaraðferða, til að öðlast betri skilning og dýpt á viðhorfum og skoðunum þátttakenda. Tekin voru viðtöl við tíu skólastjórnendur á höfuðborgarsvæðinu og fóru viðtölin fram á skrifstofu skólastjóra og flest á skólatíma. Þessir skólar höfðu á að skipa skólasafni sem gaf sig út fyrir virkni í starfi og á safninu starfaði fagmenntaður starfsmaður í bókasafns- og upplýsingafræðum. Skoðað var hver viðhorf skólastjórnenda væru til kennslu í upplýsingalæsi og hvernig skólasöfnin geti komið að eflingu þess.
    Niðurstöður sýna nokkurn mun á því hvernig stjórnendur skilja hugtakið og hvort þeim þykir ástæða til að ákveðinn aðili sé ábyrgur fyrir kennslu í upplýsingalæsi. Flestir telja mikilvægi þess mikið og vilja að það sé hluti af námi hvers barns frá upphafi skólagöngu.
    Lykilorð: Upplýsingalæsi, skólastjórar, skólasöfn, grunnskólasöfn, skólar, grunnskólar, kennarar, menntun, bókasafns- og upplýsingafræði.

Samþykkt: 
  • 19.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplýsingalaesi,kjarni,upplýsingamenntar.pdf652.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna