is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7951

Titill: 
  • Freistnivandi kennara. Hvernig birtist freistnivandi í starfi grunnskólakennara í ljósi kenninga Lipskys og hvað hefur áhrif á hann?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er varpað ljósi á sjálfræði kennara í grunnskólum og hugsanlegan umboðsvanda sem það kann að valda. Kastljósinu er fyrst og fremst beint að freistnivanda í umboðskenningum. Sjálfræðið er skoðað út frá þremur sjónarhornum; kenningu sem Michael Lipsky setur fram 1980, umboðskenningum og vinnustaðamenningu.
    Rannsóknarspurningin sem verkefnið byggir á er eftirfarandi: Hvernig birtist freistivandi í starfi grunnskólakennara í ljósi kenninga Lipskys og hvað hefur áhrif á hann ?
    Upplýsinga var fyrst og fremst aflað með eigindlegri rannsókn. Rannsóknin byggir á viðtölum við kennara í gegnum tölvupóst. Jafnhliða voru skoðuð skrifleg gögn sem ramma inn starf kennarans. Rannsóknin er notuð til að varpa ljósi á freistnivandann og greina þá þætti sem vinna gegn honum.
    Í stuttu máli staðfesta svör þátttakenda að kennarar fáist við freistnivanda sem tengist styttingu kennslustunda, sveigjanlegum vinnutíma kennara og samstarfi við foreldra. Þá staðfesta svörin að of mikið álag og of fáar bjargir í starfinu valdi oft freistnivanda. Upplifun þátttakenda er einnig að sjálfsmat skóla, samræmd próf og skólastjórar hafi mikil áhrif á að farið sé að settum viðmiðum.
    Heildarniðurstaða er í stuttu máli sú að umboðsvandi er til staðar í grunnskólum og orsök hans er að hluta í samræmi við kenningar Lipskys.

Samþykkt: 
  • 20.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freistnivandi kennara.pdf785.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna