is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7954

Titill: 
  • Hvatning og endurgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er hvatning og endurgjöf. Fyrirtæki í dag eru flest meðvituð um að frammistaða starfsmanna þeirra er gríðarlega mikilvæg og getur skipt miklu máli þegar kemur að samkeppnisforskoti. Til þess að hámarka frammistöðu starfsmanna verða hvatning og endurgjöf að vera til staðar. Það er undir stjórnendum komið að finna út hvaða þættir hvetja starfsfólkið áfram og fær það til að leggja meira á sig.
    Í fræðilega hlutanum verður meðal annars litið yfir endurgjöf, upphaf hvatningar og helstu hvatningarkenningar sem settar hafa verið fram. Einnig verður skoðað hvernig fræðimenn telja að best sé að hegða sér við hvatningu og hvernig hvatning getur nýst stjórnendum við breyttar efnahagsaðstæður.
    Í seinni hlutanum verða tvö fyrirtæki á lyfjainnflutnings-, og dreifingar markaði kynnt og í kjölfar þess greint frá eigindlegri rannsókn sem framkvæmd var á millistjórnendum þessara fyrirtækja og niðurstöður hennar settar í fræðilegt samhengi.
    Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar voru tvær. Sú fyrri er hvort millistjórnendur hafi gert meðvitaðar breytingar á hvatningarhegðun sinni eftir efnahagshrunið 2008. Sú seinni er hvernig þessir millistjórnendur standa að endurgjöf til starfsmanna sinna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð var í tengslum við ritgerðina leiddi í ljós að millistjórnendur hafa engar meðvitaðar breytingar gert á hvatningarhegðun sinni til starfsmanna. Einnig kom í ljós að allir þeir millistjórnendur sem rætt var við framkvæmdu að minnsta kosti árleg starfsmannasamtöl sem er vettvangur til endurgjafar á frammistöðu starfsmanna þeirra.

Samþykkt: 
  • 20.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Ósk, BS - Hvatning og endurgjöf.pdf665.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna