is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7957

Titill: 
  • Frá búkslætti til bókamessu. Hvert er hlutverk menningar í utanríkisstefnu Íslands?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðinni var ætlað að skoða hvernig íslensk stjórnvöld kynna og nota menningu á alþjóðavettvangi. Spurt var hvert hlutverk menningar væri í utanríkisstefnunni og spurningunni skipt í fjóra meginhluta: gerendur, stefnu og framkvæmd; tilgang; verkefni, viðburði og markhópa; og miðlunarleiðir. Litið var yfir sviðið á tímabilinu 1991-2011 og farið yfir helstu gerendur í mótun stefnunnar: utanríkisráðuneytið; mennta- og menningarmálaráðuneytið; kynningarmiðstöðvar listgreinanna; og bandalag listamanna. Þá voru stefna og verk ríkisstjórna og utanríkisráðherra tímabilsins skoðuð. Að lokum var talað um hlutverk og áhrif Alþingis og eftirlitsstofnunar þess, Ríkisendurskoðunar. Að lokinni umfjöllun var efnið greint í ljósi kenninga um mjúkt vald, almannaerindrekstur og þjóðræna vörumerkjastjórnun, kenninga um stefnu og stjórnun og kenninga um menningarstefnu. Helstu niðurstöður voru þær að fjöldi aðila hefði komið að mótun stefnunnar og mjúku valdi og almannaerindrekstri verið beitt í einu eða öðru formi allt tímabilið. Þá hefði markvisst verið farið að beita kenningum þjóðrænnar vörumerkjastjórnunar um 2005. Mikil áhersla hefði verið á sköpun ímyndar, þjónandi menningu og þjóðmenningu. Tilhneiging til styrkingar utanríkisþjónustunnar hefði verið ráðandi allt tímabilið og farið vaxandi, ekki síst á upplýsinga- og menningarsviði. Að auki hefði verið lögð áhersla á samráð við menntamálaráðuneytið. Einnig kom fram að áhersla hefði verið á samræmingu alls ímyndar-, landkynningar og menningarstarfs undir einum hatti sem hefði svo gerst undir lok tímabilsins með tilkomu Íslandsstofu. Þá sagði að átök hefðu átt sér stað milli atvinnulífs og annarra aðila um opinbert hlutverk og stöðu stofnunarinnar. Tillögum Ríkisendurskoðunar um skýra stöðu stofnunarinnar innan stjórnkerfisins hefði ekki verið fylgt eftir, sem hefði valdið deilum og óvissu um stöðu hennar. Í samhengi almannaerindreksturs var fjallað um dæmi frá Noregi og Kanada. Rætt var um hvernig Kanadamenn hafa opnað og lýðræðisvætt utanríkisþjónustu sína og spurt hvort ekki mæti feta svipaðar slóðir á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 20.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hilmar-lokaritgerd-2011-04-20.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna