is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7962

Titill: 
  • Starf án staðsetningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða fjarvinnu út frá sjónarhorni skipulagsheilda og stjórnenda þar sem áhersla er lögð á að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er ávinningurinn af fjarvinnu fyrir skipulagsheildir og hvernig er hann mældur? Hvaða störf henta til fjarvinnu og hvaða eiginleika þurfa fjarvinnustarfsmenn að hafa til þess að slíkt vinnufyrirkomulag skili sem mestum ávinningi? Er fjarvinna komin til að vera á íslenskum vinnumarkaði?
    Til þess að svara þessum spurningum var gerð eigindleg rannsókn, þar sem var tekið viðtal við fjóra stjórnendur íslenskra fyritækja sem höfðu reynslu af fjarvinnu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ávinningur fyrirtækjanna af fjarvinnu var tvennskonar, fjárhagslegur og óbeinn. Ávinningurinn var oftast bundinn við ákveðin markmið, til dæmis að halda í verðmæta starfsmenn eða til að mæta ákveðnum aðstæðum í lífi starfsmanna. Mat á ávinningi fjarvinnustarfsmanna var í flestum tilfellum byggt á huglægu mati stjórnenda og ekki gert neitt öðruvísi heldur en við hefðbundna starfsmenn. Því má draga þá ályktun að fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði í dag séu almennt ekki að mæla árangur starfsmanna sinna heldur er árangur þeirra einungis byggður á huglægu mati yfirmanna.
    Þátttakendur voru sammála um að það færi eftir eðli starfa hvort þau hentuðu til fjarvinnu eða ekki. Þau störf sem voru sérhæfð eða þörfnuðust sérhæfðrar þekkingar voru talin henta betur til fjarvinnu en önnur. Þeir eiginleikar sem þátttakendur töldu fjarvinnustarfsmenn þurfa að hafa til að slíkt vinnufyrirkomulag myndi skila ávinningi voru sjálfsagi og skipulagshæfni.
    Helstu niðurstöður í sambandi við framtíð fjarvinnu hér á landi voru þær að fjarvinna væri svo sannarlega komin til að vera þó að hún eigi ekki eftir að aukast frekar á komandi árum. Fjarvinna er búin að ná ákveðnu jafnvægi á íslenskum markaði, hún er ekki lengur skilgreind sem ákveðið vinnufyrirkomulag heldur er hún aðeins hluti af hinni hefð¬bundnu vinnu.

Samþykkt: 
  • 26.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starf án staðsetningar.pdf660.79 kBLokaðurHeildartextiPDF