ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7969

Titill

Hvernig á að skipa dómara á Íslandi?

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um og leitast við að svara því hvernig skuli skipa hæstaréttardómara og héraðsdómara á Íslandi. Greint verður frá helstu formum veitingu dómaraembætta, sem hafa verið við lýði hérlendis frá árinu 1980 til dagsins í dag. Einnig verður rætt um mögulegan ágreining innan þjóðfélagsins um þessi mismunandi skipunarform. Sérstaklega er fjallað um nýleg lög nr. 45/2010, um breytingar á dómstólalögum nr. 15/1998 og hvernig þær breytingar hafa áhrif á hlutleysi og sjálfstæði dómstóla frá hinum tveim greinum ríkisvaldsins, framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Þá eru íslenskar reglur bornar saman við önnur erlend ríki sem og alþjóðlega samninga og sáttmála. Ráðningar innan hinnar opinberu stjórnsýslu eru og hafa verið bitbein mikillar umræðu og ágreinings um langt skeið. Þegar litið er til veitingu dómaraembætta hefur því verið velt upp hvort ítök framkvæmdarvalds séu of mikil í skipanaferlinu og stefni sjálfstæði dómstólanna með því í hættu. Krafan um hlutleysi dómstóla er skýr bæði frá hinu alþjóðlega samfélagi og almenningi. Í raun og veru má segja að hún sé nauðsynleg til þess að viðhalda réttaröryggi í landinu.

Samþykkt
27.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerd-Iris Gu... .pdf411KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna