is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7979

Titill: 
  • Hvaða þættir höfðu áhrif á námsval tannsmiða, tannlækna og nemenda í fögunum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er til B.Sc. gráðu í tannsmíði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands í maí 2011. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrifaþætti þess hvers vegna tannsmiðir, tannlæknar og nemar í þessum fögum á Íslandi völdu sitt fag, hvort fjölskylda og fjölskyldulíf hafði mikil áhrif á námsvalið og hvort áhrifaþættir til námsvals væru mismunandi á milli kynja.
    Rannsóknin var megindleg. Spurningalisti var sendur til þátttakenda sem innihélt 22 spurningar tengdar fjölskylduháttum og þáttum þess hvers vegna þátttakendur völdu sitt fag. Könnunin var send til þátttakenda með tölvupósti á vegum Tannlæknafélags Íslands, Tannsmiðafélags Íslands og Háskóla Íslands. Niðurstöður voru bornar saman við rannsóknir Inga Rúnars Eðvarðssonar og Guðmundar Kristjáns Óskarssonar frá árinu 2010 sem könnuðu hvað réði vali nemenda sem útskrifuðust úr hjúkrunarfræði, menntunarfræðum og viðskiptafræði árin 2004-2007 og rannsókn Iðunnar Kjartansdóttur frá árinu 2007 þar sem hún rannsakaði hvaða þættir höfðu helst áhrif á námsval iðn- og verknámsnema. Niðurstöður voru einnig skoðaðar í samanburði við erlendar rannsóknir á áhrifaþáttum til námsvals sem tannlæknanemar tóku þátt í.
    Áhrifaþættir til námsvals voru nokkuð líkir þegar tannlæknar, tannsmiðir og nemar í þessum fögum voru bornir saman en allir hópar og bæði kynin sögðu möguleikann að vinna með höndunum hafi haft mestu áhrifin á valið. Þar á eftir kom áhugi á greininni og möguleikar á eigin rekstri. Fæstir töldu að kynni af starfsgrein og menntun eða hefð fjölskyldu hefðu haft mikil áhrif á námsvalið. Foreldri, afi eða amma hvöttu helst til námsins en stór hluti þátttakenda bjuggu þá hjá foreldrum sínum á sama tíma. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlimi sem störfuðu við fagið og hvöttu einnig mest til námsins voru einungis 6 talsins. Þátttakendur útskrifuðust flestir af náttúrufræðibraut í menntaskóla og fæstir af íþróttabraut, almennri braut og listabraut. Ekki kom í ljós mikill munur milli kynja né að fjölskylda eða fjölskyldulíf þátttakenda hafi haft sérstök áhrif á námsval þeirra.
    Lykilorð: áhrifaþættir, námsval, tannsmiðir, tannsmíði, tannlæknar, tannlækningar

Samþykkt: 
  • 27.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asthildur Thora.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna