ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/798

Titill

Svipgerðargreining á nýrri lungnaþekjufrumulínu til rannsókna

Útdráttur

Lykilorð: Lungu, svipgerðargreining, þekjuvefsfrumulína, mótefnalitun, þrívíð ræktun.
Lungnasjúkdómar eru ört vaxandi vandamál og er mikil almenn þörf á auknum
rannsóknum á því sviði til að bæta skilning á tilurð og framþróun þeirra. Frumulínur gera
vísindamönnum kleift að stunda langtímarannsóknir utan líkama (e. in vitro). Þær
lungnafrumulínur sem notast er við í rannsóknum í dag eru flestar komnar frá langt
gengnum lungnakrabbameinsæxlum og endurspegla því ekki nema að litlu leyti eðlilegar
lungnaþekjufrumur. Því er ljóst að mikil eftirspurn er eftir frumulínum sem sýna svipaða
eiginleika og frumugerðir sem finnast í heilbrigðum lungum. Markmið þessa verkefnis
var að skilgreina nýja lungnaþekjufrumulínu sem áður hafði verið búin til á
rannsóknastofu í frumu-, og sameindalíffræði við Krabbameinsfélag Íslands. Frumulínan
kallast VA206 og var búin til með innskoti á æxlisgenunum E6 og E7 inn í eðlilegar
berkjuþekjufrumur sem höfðu verið fengnar frá Bandaríkjunum. Frumurnar voru
skilgreindar með mótefnalitunum auk þess að vera ræktaðar í tví-, og þrívíðu umhverfi.
Frumuræktirnar voru skoðaðar og myndaðar reglulega í ljós-, og fasakontrast smásjám.
Þær voru ræktaðar á sérstöku berkjufrumuæti sem bætt var með vel skilgreindum
vaxtarþáttum. Í sumum tilvikum var einnig 10% kálfasermi bætt út í ræktunarætið.
Þrívíðar frumuræktanir fóru fram í kollagen geli og í grunnhimnuefni.
Niðurstöður mótefnalitana, sem gerðar voru yfir tímalínu, sýna einkennandi tjáningu
þekjuvefssameinda, aðallega keratina sem mikið eru tjáð í þekjuvefsfrumum, ásamt
viðloðunartengipróteinum við aðrar frumur og grunnhimnu. Mismunandi próteintjáning
sást eftir mismunandi fjölda umsáninga (e. passage). Við ræktun í þrívíðu umhverfi
mynduðu frumurnar litlar þyrpingar sem voru mismunandi að lögun eftir því hvort
kálfasermi var í ætinu eða ekki.
Almennt gekk hægt að rækta frumurnar vegna frumuöldrunar og krísu. Krísa er vel þekkt
fyrirbrigði sem kemur fyrir hjá frumum sem komnar eru í öldrunarástand (e. replicative
senscence). Þegar þetta er skrifað eru klónar úr ræktunum að vaxa upp úr krísuástandinu
og því líkur á því að VA206 frumulínan verði ódauðleg og nýtist þannig vel til
áframhaldandi rannsókna.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni-Lokaú... .pdf6,14MBTakmarkaður Svipgerðargreining - heild PDF