ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7981

Titlar
  • Hvað felst í fjölskyldustefnu? Upplifun og reynsla starfsfólks

  • en

    What constitutes a family friendly policy? Employee experiences and perceptions

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvað felst í fjölskyldustefnu fyrirtækja út frá upplifun og reynslu starfsfólks. Einnig að skoða þann sveigjanleika sem starfsfólk hafði yfir að ráða í starfi sínu. Reynt var að skoða upplifun starfsfólksins í ljósi fyrirtækjamenningar og starfsánægju og tengslin á milli þessara þátta. Leitast var við að öðlast djúpa innsýn í raunverulega reynslu viðmælenda af fjölskylduvænu vinnuumhverfi og á hvaða hátt þeir upplifðu vinnustað sinn koma til móts við sambandið á milli vinnu og fjölskyldu.
Rannsóknaraðferðin sem hér var notuð var eigindleg aðferð. Tekin voru opin viðtöl við átta útivinnandi mæður og fór rannsóknin fram í þremur fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að viðmælendur upplifðu fjölskyldustefnu vinnustaða sinna jákvætt og töldu sig hafa þann sveigjanleika sem þeir þurftu á að halda til að mæta kröfum fjölskylduábyrgðar. Einnig töldu viðmælendur sig fá mikinn skilning af hálfu yfirmanna sem endurspeglaði mikilvægt hlutverk menningu vinnustaða þeirra. Viðmælendur töldu sig almennt vera ánægða í starfi og að sú ánægja væri tilkomin meðal annars vegna þess hversu fjölskylduvæn fyrirtækin voru sem þeir störfuðu hjá.

Samþykkt
27.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
EVA-MS-styles.pdf522KBLokaður Heildartexti PDF