is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7986

Titill: 
  • Prjón á Íslandi. „ ... las við rokk og prjóna“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að skoða sögu prjóns á Íslandi, sem og annars staðar í heiminum. Farið er yfir hvernig ullarvinnslu var háttað á Íslandi, hvernig ullin var nýtt til að búa til flíkur áður en prjónakunnátta varð almenn. Í því samhengi eru skoðaðar nokkrar aðferðir sem hafa verið notaðar á undan og samhliða prjóni. Meðal þeirra er vefnaður sem hefur verið þekkt aðferð um allan heim í mjög langan tíma. Hugað verður lítillega að sögu prjónakunnáttu frá upphafi. Svo er skoðað hvenær þessi kunnátta barst til Íslands og hvaða áhrif hún hafði á vinnslu á ull og framleiðslu á fatnaði hér á landi. Athugað er hvort þessi nýjung sem hefur jafnvel verið kölluð „bylting“ hafi í rauninni haft áhrif sem snertu alla landsmenn. Varpað er ljósi á þær breytingar sem urðu á útflutningi landsmanna eftir að þeir lærðu að prjóna og hugleitt hvort þessar breytingar hafi skipt máli í sambandi við skiptingu starfa milli fólks á Íslandi. Tekin eru dæmi um það sem hefur varðveist af gripum tengdum prjóni hér á landi. Bornar eru saman þær prjónaaðferðir sem notaðar voru fyrr og nú til að skoða hvort prjónakunnáttan sé eitt af því sem lítið hefur breyst gegnum tíðina. Að lokum er velt upp þeirri hugmynd að prjón sé eitt af því fáa sem hefur haldist óbreytt frá upphafi. Að nútímamaðurinn finni tengingu við fortíðina með því að prjóna. Hvort þarna sé hugsanlega að leita skýringar á endurnýjuðum áhuga á prjónaskap hér á landi.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prjón á Íslandi.pdf895.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna