ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7998

Titill

Hvar er dagur upplýsingalæsis? Viðhorf skólastjóra og bókasafns- og upplýsingafræðinga til hlutverks og stöðu skólasafna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu

Skilað
Apríl 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða viðhorf skólastjórar og bókasafns- og upplýsingafræðingar hafa til hlutverks og stöðu skólasafna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á hvaða hlutverki skólasöfnin gegna í skólunum og hvernig aðkomu þeirra að kennslu upplýsingalæsis væri háttað. Einnig var athugað hvaða viðhorf þátttakendur hafa til stöðu skólasafna í ljósi laga um grunnskóla og aðalnámskrár grunnskóla. Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar við rannsóknina. Opin viðtöl voru tekin við fjóra skólastjóra og fjóra bókasafns- og upplýsingafræðinga á tímabilinu september 2010 til febrúar 2011. Helstu niðurstöður leiða í ljós að skólasöfnunum er ætlað að koma að kennslu upplýsingalæsis. Það er misjafnt eftir kennurum hvernig samstarfi við skólasafnið er háttað og kennslu upplýsingalæsis er misjafnlega mikið sinnt af kennurum. Hugtakið upplýsingalæsi virðist almennt ekki vera kennurum tamt. Talin er þörf á að skólasöfnin verði aftur lögfest í grunnskólalögum og að gerð sé grein fyrir þeim í aðalnámskrá grunnskóla.

Samþykkt
28.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd til pr... .pdf1,3MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna