is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8012

Titill: 
  • Áhrif Tea tree-ilmkjarnaolíu á húðnetjubólgu fótleggjar: Forrannsókn
  • Titill er á ensku The effects of Tea tree on leg cellulitis: Pilot study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Húðnetjubólga (e. cellulitis), sem er oft af völdum Staphylococcus aureus, getur verið saklaus sýking án fylgikvilla. Sé hún ekki meðhöndluð getur hún valdið blóðeitrun og leitt til dauða. Sýklalyfjagjöf er aðalmeðferðin en vegna vaxandi ónæmis baktería og aukaverkana lyfjanna er þörf á að skoða önnur úrræði. Tea tree-ilmkjarnaolía hefur góða virkni gegn S. aureus in vitro en fáar klínískar rannsóknir liggja því til stuðnings. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif Tea tree-ilmkjarnaolíu á húðnetjubólgu fótleggjar hjá einstaklingum sem hafa húðnetjubólgu í flokki II samkvæmt flokkunarkerfi Eron/Dall. Þetta var megindleg klínísk lyfjarannsókn, með tilraunasniði. Þýðið samanstóð af einstaklingum með húðnetjubólgu sem lögðust inn á Landspítala í Fossvogi og voru á aldrinum 18-75 ára. Ákveðið var að skoða þrjátíu einstaklinga með þægindaúrtaki. Einungis fengust sjö einstaklingar í rannsóknina á tímabilinu og var þeim skipt í tvo hópa. Rannsóknarhópurinn fékk 5% Tea tree-blandaða ólífuolíu borna á sýkta fótlegginn í fimm daga á meðan samanburðarhópurinn fékk hreina ólífuolíu. Allt úrtakið var samhliða á hefðbundinni sýklalyfjameðferð í æð. Mældur var hiti, verkur, bjúgur og umfang roðasvæðis. Eins voru ljósmyndir teknar af bólgusvæðinu og stuðst við mælingar á CRP. Ekki var marktækur munur á útkomumælingum milli hópanna og því ekki hægt að álykta um virkni Tea tree á húðnetjubólgu. Engar aukaverkanir komu fram af notkun Tea tree-olíunnar. Húðnetjubólga er mjög einstaklingsbundin, getur verið flókin m.t.t. fylgikvilla og reynist því erfitt rannsóknarviðfangsefni. Stöðugt er verið að stytta legutíma sjúklinga, sem gerir aðstöðu til að stunda klínískar meðferðarrannsóknir á sjúkrahúsinu erfiðari fyrir vísindamenn. Sjúklingar með húðnetjubólgu þyrftu lengri tíma á sjúkrahúsi til að ná fullum bata eða að minnsta kosti betri eftirfylgni.

  • Útdráttur er á ensku

    Cellulitis can be an innocent infection without complications, but if not treated it can lead to sepsis and death. Staphylococcus aureus is one of the main causes of cellulitis. The main treatment is antibiotics but because of growing immunity and complex pharmaceutical side effects there is a need to look for new strategies. Tea tree, an essential oil, has shown good effects against S. aureus in vitro but clinical research is scarce. The purpose of this research was to explore the effects of Tea tree on leg cellulitis that is classified as class II by the classification system Eron/Dall. It was a clinical drug trial conducted as RCT. The population under study was everybody with a clinical diagnosis of cellulitis admitted to Landspitali University Hospital at the age 18-75. It was decided to look at thirty patients with convenience sampling. Only seven participants were recruited during the time of study and were they divided into two groups. The research group got a 5% Tea tree blended olive oil applied to the infected leg for five days while the comparison group got pure olive oil. All the participants got antibiotic treatment parallel to oil treatment. The outcome measurements were temperature, pain, oedema, erythema, C-reactive protein and photographs. There were no significant differences between the outcome measurements of both groups and therefore it cannot be concluded that Tea tree has any effects on cellulitis. No side effects arose from the use of Tea tree oil. Cellulitis can be a complex infection with complications and that is why it is a difficult subject to research. Hospital stay is constantly being shortened which makes it difficult for scientists to do clinical intervention studies. Patients with cellulitis need longer time in the hospital to get full recovery, or at least better follow-up.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniðmát.pdf122.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna