is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8013

Titill: 
  • Námsvenjur og vinnubrögð í grunn- og framhaldsskólum. „Þetta snýst allt um sjálfsagann“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu framhaldsskólanemenda á því hvort grunnskólinn hafi þjálfað ákveðin vinnubrögð og námsvenjur nægilega vel. Einnig hvort það að leggja meiri áherslu á þessa þætti en gert er, mundi bæta undirbúning grunnskólanemenda fyrir nám í framhaldsskóla. Tekin voru viðtöl við 16 framhaldsskólanemendur, fimm einstaklingsviðtöl og tvö hópviðtöl. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendum finnst að grunnskólinn gæti undirbúið nemendur sína betur fyrir framhaldsskólanám með því að leggja meiri áherslu á góðar námsvenjur og ýmis konar námstækni. Þeim finnst að of mikill munur sé á kröfum grunn- og framhaldsskóla og að kröfur í efstu bekkjum grunnskóla séu of litlar. Viðmælendur telja einnig að mikilvægt sé að fá grunnskólanemendur til að stefna að einhverju ákveðnu námi og starfi því það geti komið í veg fyrir námsleiða, áhugaleysi og það að sjá ekki tilgang með námi sem allt eru þættir sem geta leitt til brotthvarfs úr skóla. Þessar niðurstöður geta gagnast kennurum og náms- og starfsráðgjöfum grunnskóla. Þær ættu að vera þeim hvatning til að leggja meiri áherslu á námstækni og náms- og starfsfræðslu í þeim tilgangi að fleiri nemendur ráði við námið í framhaldsskólanum og brotthvarf þaðan minnki.  

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð 28.4.pdf585.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna