is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8016

Titill: 
  • Íslensk þjóðernishyggja í aldanna rás: Þróun íslenskrar þjóðernishyggju í kjölfar hnattvæðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um íslenska þjóðernishyggju í sögulegu ljósi, hvernig þjóðernishyggjan hefur mótast frá árdögum sjálfstæðisbaráttunnar og hví hún er jafn þrálát og raun ber vitni. Er þjóðernishyggja enn leiðandi afl í stjórnmálum og hver hafa áhrif hennar verið á utanríkisstefnu landsins? Er íslensk þjóðernishyggja og þjóðernisvitund á undanhaldi með aukinni hnattvæðingu og alþjóðamenningu? Til að öðlast svar við þessum spurningum og dýpri skilning á uppruna þjóðernishyggju hér á landi er nauðsynlegt að reifa helstu kenningar um þjóð og þjóðernishyggju. Kenningar Johann Gottfried Herder og Johann Gottlieb Fichte verða skoðaðar þar sem þær höfðu mikil áhrif á þjóðernisstefnu í Evrópu jafnt sem og á Íslandi. Kenningar Ernest Gellner og fleiri módernista um upphaf þjóða og þjóðernishyggju verða reifaðar ásamt gagnrýni Anthony D. Smith á þær kenningar. Uppruni og þróun íslenska þjóðríkisins og þjóðernishyggju verður skoðaður og settur í kenningarlegt samhengi. Að lokum verður orðræða stjórnmálamanna um Evrópusambandsaðild skoðuð til að varpa ljósi á áhrif þjóðernishyggju á nútíma stjórnmál. Niðurstöður leiddu í ljós að íslensk þjóðernishyggja er enn mjög þrálát og hefur mikil áhrif á stjórnmál landsins. Orðræða stjórnmálamanna um stöðu Íslands í Evrópusamrunanum einkennist mjög af hugmyndinni um fullveldi þjóðarinnar. Það er þó ljóst að hnattvæðing og aukin alþjóðavæðing hefur breytt stöðu þjóðríkisins. Menningarlegur munur á milli landa er sífellt að minnka og Ísland kemst ekki hjá því að yfirfæra alþjóðlega strauma til landsins. Það þýðir þó ekki endalok íslensku þjóðarinnar og þjóðernishyggju því þjóðir eru breytilegar líkt og Anthony D. Smith heldur fram.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8016


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir LOKA.pdf304.6 kBLokaðurHeildartextiPDF