is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8024

Titill: 
  • Íslamismi í Egyptalandi. Hefur staða Egyptalands í alþjóðakerfinu verið drifkraftur á bak við íslamisma þar í landi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um Egyptaland út frá stöðu þess í alþjóðakerfinu og hver áhrif þess hafa verið á íslamisma í Egyptalandi. Kenningin um dependency verður notuð sem greiningartæki til þess að skýra stöðu Egyptalands gagnvart vestrænum þjóðum í gegnum söguna og hvernig sá veruleiki tengist inn í íslamismann. Egyptaland er eitt af þeim ríkjum Mið-Austurlanda sem hefur í gegnum langa sögu sína upplifað yfirráð vestrænna ríkja. Slík yfirráð hafa óhjákvæmilega haft áhrif á þjóðarsál Egypta og skapað hugmyndafræðileg viðbrögð. Þrátt fyrir nokkuð ólíkar áherslur er íslamismi hugtak sem tengist beint inn í íslamtrúnna sjálfa en sannir íslamistar vilja koma á íslömsku samfélagi með innleiðingu íslamskra trúarlaga. Hugmyndafræði íslamismans steig fram á sjónarsviðið eftir að veraldlegum ríkisstjórnum í ríkjum múslima mistókst að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, velgengni og góða stjórn í ríkjum þess. Atburðir síðustu áratuga og dagsins í dag bera þess merki að staða Egyptalands í alþjóðakerfinu hefur á óyggjandi hátt verið drifkraftur á bak við íslamisma þar í landi. Þann 25.janúar 2011 átti sér stað bylting í Egyptaland sem steypti áralöngu einræðisfyrirkomulag af stóli. Eftir byltinguna ríkir nokkur óvissa um framtíðar stjórnarfyrirkomulag í Egyptalandi en hlutverk íslamismans hefur fest sig í sessi og mun viðhalda hlutverki sínu um ókomna framtíð.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Kristrún.pdf506.1 kBLokaðurHeildartextiPDF