is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8035

Titill: 
  • Þýðing og forprófun á endurbættri útgáfu Sjálfsmyndarspurningalista Offer (OSIQ-R). Tengsl sjálfsmyndar við kyn, aldur, bakgrunn og heilsu íslenskra unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hjúkrun barna kallar á aðferðir við að meta sjálfsmynd barna í þroska, heilsu og veikindum. Rannsóknir hafa sýnt að Sjálfsmyndarspurningalisti Offer hefur verið gagnlegur til að fá viðmið og nákvæmni í mati á breytingum í sjálfsmynd barna í alvarlegum veikindum. Markmið verkefnisins var að þýða og forprófa endurbætta útgáfu listans (Offer Self-Image Questionnaire, Revised; OSIQ-R).
    Megintilgangur var að skoða áreiðanleika og réttmæti OSIQ-R í íslenskri þýðingu (ÍsOSIQ-R) og vísbendingar um aldurs- og kynjamun í sjálfsmynd íslenskra unglinga og tengsl við bakgrunn og heilsu. Hentugleikaúrtak 607 nemenda þriggja skóla á Reykjavíkursvæðinu skilaði 357 svörum (59% svarhlutfall) í þremur aldurshópum, 13-14 ára (N=117), 15-16 ára (N=115) og 17-18 ára (N=125). Spurningum ÍsOSIQ-R listans (129 staðhæfingar á 12 kvörðum) var svarað á 6 atriða Likert-kvarða sem dreifist frá ,,lýsir mér mjög vel” til ,,lýsir mér engan veginn”. Auk spurninga um aldur og kyn voru 12 um félagslegan bakgrunn og heilsufar.
    Niðurstöður sýna að áreiðanleiki og réttmæti ÍsOSIQ-R svipar til erlendra niðurstaðna. Í heildarsjálfsmyndinni og fjölskylduvirkni var Chronbach’s alfa í kringum 0,90. Fimm kvarðar voru með alfa í kringum 0,7, þrír á bilinu 0,6-0,7 og þrír í kringum 0,5 þar sem hugsjónastefnu- og siðferðiskvarðar komu lægstir út. Niðurstöður á fylgni milli undirkvarða ÍsOSIQ-R voru ekki alltaf marktækar. Fylgni var jafnan veik (<0,3) þegar kynhneigð og hugsjónastefna komu við sögu. Aðrir kvarðar voru með fylgni á bilinu 0,3-0,7 með örfáum undantekningum yfir 0,8. Almennt var ekki kynja- og aldursmunur á heildarsjálfsmynd unglinganna. Sjö kvarðar sýndu marktækan kynjamun og einn útfrá aldri. Kynjamunurinn samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna, en óljóst með aldursmun. Metin heilsa tengdist marktækt sjálfsmynd en bakgrunnsþættir ekki.
    Niðurstöður benda til að ÍsOSIQ-R geti nýst við frekari rannsóknir á sjálfsmynd íslenskra unglinga.
    Lykilhugtök: Sjálfsmynd, sjálfshugmynd, Sjálfsmyndarspurningalisti Offer, unglingar, langveikir, hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    Children’s nursing, demands methods to evaluate self-image in development, health and illness. Research gives evidence that the Offer Self-Image Questionnaire is a valid and reliable tool in evaluating changes in self-image in chronically ill children. The aim of this project was to translate and pretest the revised version of the OSIQ (OSIQ-R).
    The purpose was to examine validity and reliability of the Icelandic version of OSIQ-R (IceOSIQ-R) and indications of differences in self-image of Icelandic adolescents in relation to age, sex, health and background. A convenience sample of 607 students from three schools in Reykjavik gave 357 answers (59% response rate) in three age groups, 13-14 years (N=117), 15-16 years (N=115), and 17-18 years (N=125). Questions in the IceOSIQ-R (129 statements from 12 scales) were answered on a 6 item Likert-scale that distributes from “describes me very well” to “does not describe me at all”. In addition to questions of age and sex there were 12 questions about health and background.
    Findings show that reliability and validity of the IceOSIQ-R reflect findings in other languages. In the total self-image (TSI) and family functioning scales Chronbach’s alpha was around 0,90. Five scales had alpha around 0,70, three from 0,60-0,70, and three around 0,50 where idealism and ethical scales were the lowest. Results regarding correlation between the scales of IceOSIQ-R weren’t always significant. Correlation was frequently weak (<0,3) when sexuality and idealism were involved. Other scales had correlation between 0,3-0,7 with few over 0,8. No sex or age differences where seen in the TSI. Seven scales showed significant sex difference and one by age. The sex difference is in consistent with international studies, while age difference is unclear. Evaluation of health correlated significantly with TSI, whereas background didn’t.
    The study supports the use of IceOSIQ-R in further studies on the self-image of Icelandic adolescents.
    Keywords: Self-image, self-concept, Offer Self-Image Questionnaire, adolescents, chronically ill, nursing

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Landspítalans
    Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman OSIQ-R (2)- Vigdís.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna