is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8045

Titill: 
  • Þverfaglegt samstarf og áhrif þess. Börn með hegðunar- og geðraskanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og reynslu starfsfólks af teymisvinnu fyrir börn með geðraskanir- og hegðunarerfiðleika. Teymisverkefnið hófst formlega í maí 2008 og átti að vera tilraunaverkefni í þrjú ár. Teymisvinnan hefur verið samstarf á milli Langholtsskóla, Vogaskóla, Heilsugæsluna í Glæsibæ, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Þjónustumiðstöð Laugardals- og Háaleitis. Stuðst var við eigindlegar rannsóknaraðferðir og tekin viðtöl við þrjá rýnihópa og fimm einstaklingsviðtöl. Fyrsta rýnihópaviðtalið var við starfsfólk í Langholtsskóla og í þeim hópi voru fimm konur, í öðru rýnihópaviðtalinu voru fjórar konur úr Vogaskóla og í síðasta rýnihópaviðtalinu sem tekið var við Þjónustumiðstöðina voru þrjár konur og einn karlmaður. Einstaklingsviðtöl voru tekin við þrjár konur og tvo karlmenn. Í viðtölunum var áhersla lögð á að kanna kosti og galla teymisvinnunar, hvaða gagn hefur hlotist af teymisvinnunni, hvað mætti betur fara og fá innsýn inn í það hver staðan var á þessum málum áður en teymisvinnan hófst.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðhorf flestra þátttakenda voru jákvæð til teymisvinnunar. Viðmælendur okkar voru allir á þeirri skoðun að vilja halda samstarfi áfram þar sem boðleiðir eru styttri með þessu fyrirkomulagi og þjónustan skilvirkari en áður. Ályktanir rannsakenda eru þær að mikilvægt sé að halda starfi fjölskylduteymisins áfram þar sem starfið hefur gefið góða raun síðastliðin þrjú ár eða frá því að verkefnið fór í gang. Rannsakendur telja þó að fara verði betur yfir ákveðin mál, eins og hvað beri að gera við þau trúnaðargögn sem liggja hjá hluta af starfsfólki teymisins. Rannsakendur telja einnig að það þurfi að skilgreina verklag hjá öllu fagfólki teymisins.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_TILBÚINpdf.pdf986.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SKM_C3350210901135100.pdf459.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF