ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8057

Titill

Ættleiðingarþunglyndi. Vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Efni þessarar heimildaritgerðar er ættleiðingarþunglyndi og vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar á barni erlendis frá. Markmiðið með ritgerðinni er að auka vitund um þessa tegund þunglyndis, einkenni, áhættuþætti og afleiðingar ásamt því að skoða hvað er til ráða. Fjallað er almennt um ættleiðingar, ástæður þeirra og það undirbúningsferli sem á sér stað hér á landi í sambanburði við hin Norðurlöndin áður en barn er ættleitt. Aðlögun kjörbarns að nýju lífi er mikilvæg og þar skipta hlutir eins og tengslamyndun og líðan kjörforeldra máli. Rannsóknir hafa í gegnum tíðina aðallega beinst að aðlögun kjörbarna í kjörfjölskyldum og líðan kjörbarnsins en fáar rannsóknir beina sjónum sínum að líðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar. Hér á landi hefur engin slík rannsókn verið framkvæmd. Ættleiðingarþunglyndi líkist fæðingarþunglyndi og hefur að einhverju leyti sömu orsök og einkenni. Ættleiðingarþunglyndi getur haft slæmar afleiðingar fyrir kjörbarnið þar sem það hefur brotna fortíð að baki. Erlendar rannsóknir sýna að til að minnka líkur og draga úr ættleiðingarþunglyndi skiptir stuðningur, fræðsla og ráðgjöf höfuðmáli. Félagsráðgjafar og annað heilbrigðisstarfsfólk getur komið kjörfjölskyldum til aðstoðar með því að fylgja þeim eftir að ættleiðingu lokinni.

Samþykkt
29.4.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_PDF.pdf734KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna