is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8063

Titill: 
  • Velja þeir frekar íslenska fjölmiðla en bandaríska? Fjölmiðlanotkun Íslendinga í Boston
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er fræðilegur hluti meistaraverkefnis í blaða- og fréttamennsku við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um fjölmiðlanotkun Íslendinga búsettra í Boston.
    Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvort Íslendingar í Boston velji frekar íslenska fjölmiðla en bandaríska. Þar sem aðgengi að íslenskum fjölmiðlum er takmarkað í Bandaríkjunum fer mest öll fjölmiðlanotkunin fram á netinu. Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 62 Íslendinga, búsettra í Boston, Massachusettsfylki í Bandaríkjunum.
    Helstu niðurstöður eru að nær allir þátttakendur (98%) lesa íslenska netfréttamiðla reglulega, en 68% lesa bandaríska netfréttamiðla. Um 73% þátttakenda les reglulega rafræna útgáfu íslensks dagblaðs en 44% lesa rafræna útgáfu bandarísks dagblaðs. 73% horfa reglulega á íslenskt sjónvarp á netinu en flest allir þátttakendur (90%) horfa á bandarískt sjónvarp. Í bandarísku sjónvarpi er það afþreyingarefni sem nýtur mestra vinsælda. Ríflega helmingur svarenda hlustar á íslenskt útvarp á netinu á meðan um 71% hlustar á bandarískt útvarp. Um 47% aðspurðra lesa bandarísk dagblöð. Fréttir og fréttatengt efni er það sem þátttakendur hafa mestan áhuga í íslenskum miðlum. Verklegi hluti verkefnisins er útvarpsþáttur þar sem rætt er við tvær íslenskar konur búsettar í Boston.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the theoretical part of a final thesis in Journalism and Mass Communication at the Faculty of Social and Human Sciences at the University of Iceland.
    The main purpose of this research is to study the media usage of Icelanders living in the Boston area, Massachusetts, USA; specifically comparing their use and preferences of Icelandic and domestic media. The results are based on the answers of 62 Icelanders.
    The main findings are that 98% of participants read the Icelandic media websites regularly while 68% read the US media websites. About 73% regularly read an online version of an Icelandic newspaper while 44% read an online version of a US newspaper. About 73% of participants watch Icelandic TV online while 90% watch US television, where entertainment is most popular. Half of all participants (50%) listen to Icelandic radio online while about 71% listen to US radio regularly. Almost half (47%) of all participants reads a US newspaper. What interests people the most in the Icelandic media is the news and news-related matters.
    The thesis is divided into two parts. The practical part is a radio broadcast with interviews with two Icelandic women that live in Boston.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_MA_blaða_frettamennska_jun_2011.pdf874.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Geisladiskur með viðtölum við Íslendinga í Boston fylgir prentuðu eintaki sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni