is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8069

Titill: 
  • Að meta og að vera metinn: Upplifun stjórnenda á nýju fyrirkomulagi starfsmannasamtala og frammistöðumats
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um framkvæmd starfsmannasamtala og mismunandi tegundir frammistöðumats. Til þess að gera lesanda ljóst mikilvægi starfsmannasamtala og frammistöðumats í mannauðsstjórnun fyrirtækja hefst ritgerðin á lýsingu frammistöðustjórnunar og hvað felist í henni. Eftir það eru algengustu aðferðir frammistöðumats kynntar og þar á eftir er fjallað um starfsmannasamtöl og hvað felist í þeim.
    Uppbygging Flugfélags Íslands er skoðuð ásamt því að starfsmannastefna félagsins og fyrirtækjamenning er kynnt. Þar á eftir eru borin saman upphaflega frammistöðumatið og það nýja sem kynnt var fyrir rúmu ári síðan og að lokum er fjallað um stig mannauðsstjórnunar Flugfélags Íslands.
    Rannsóknin sjálf er byggð á eigindlegum aðferðum þar sem tekin voru tvö hálfopin viðtöl við millistjórnendur og eitt lokað viðtal fór fram í gegnum tölvupóst. Upplýsingar fengust einnig í gegnum opið viðtal við mannauðsstjóra félagsins og einhver eldri gögn voru nýtt í rannsókninni. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna breyttar áherslur í framkvæmd starfsmannasamtala og skoða nýtt frammistöðumat Flugfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun millistjórnenda félagsins á þessum breytingum.
    Helstu niðurstöður eru þær að millistjórnendur hafa nokkuð jákvæða sýn á nýjar áherslur á starfsmannasamtöl og breytt frammistöðumat. Það er þó eitthvað um neikvæðar tilfinningar gagnvart breytingunum sem rannsakandi telur tengjast því hversu nýjar þær eru. Rannsakandi telur stig mannauðsstjórnunar Flugfélags Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þessa nýja kerfis þó svo það sé augljóslega skref í rétta átt. Rannsakandi er sjálfur mjög jákvæður gagnvart þeirri áherslu sem nú er lögð á starfsmannasamtöl og finnst nýja frammistöðumatið vera gott merki um metnað mannauðsstjórnunar félagsins.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að meta og að vera metinn.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna