is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8073

Titill: 
  • ABC flokkun birgða. Sælgætisgerðin Freyja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Aðalvandamál framleiðslufyrirtækja í dag er að meta hversu mikil eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins verður í framtíðinni, og hvernig mæta eigi þeirri eftirspurn með réttu framboði af vörum. Það er að segja að fyrirtækið nái að framleiða rétt magn miðað við pantað magn frá viðskiptavinum.
    Með aukinni samkeppni og auknum rekstrarkostnaði fyrirtækja, leita flest fyrirtæki leiða til þess að draga úr kostnað með aukinni skilvirkni í framleiðslu, flutningi og birgðakostnaði. Rekstrarumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja hefur þyngst mikið eftir hrun, bæði vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á hráefnum og einnig vegna þess að rekstrarkostnaður hefur stóraukist. Það er því mikilvægt að reyna að huga að öllum sparnaði og hagræðingu sem hægt er að ná innanhúss.
    Markmið þessa verkefnis er að greina birgðastöðu sælgætisgerðarinnar Freyju ehf. og framkvæma ABC birgðaflokkun (e. ABC classification) á söluvörum fyrirtækisins. Lagt var upp með að svara spurningunni hvaða vörur séu aðaltekjulind fyrirtækisins. Í framhaldi af því er hægt að skoða hvort hægt sé að lækka birgða - og geymslukostnað, hvort hægt sé að fækka vörutegundum og hvort einhverjar vörur séu að taka tíma og fjármagn frá öðrum vörum sem hægt væri að selja meira af. Einskorðast þessi birgðaflokkun við fullunnar vörur, ekki verður farið í að flokka hráefnalager eða vörur í vinnslu.
    Höfundur byggir á eigin reynslu þar sem hún starfaði í 7 ár við fyrirtækið og hluta af því tímabili sem sölustjóri. Stuðst var við fræðigreinar, kennslubækur og tekin viðtöl við stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins. Greiningin var unnin útfrá sölu - og birgðatölum sem teknar voru úr sölu - og bókhaldskerfi fyrirtækisins.

Athugasemdir: 
  • Prentað eintak ritgerðarinnar sem er varðveitt í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni er skráð sem trúnaðarmál til 1. júlí 2016.
Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ABC flokkun birgða. Sælgætisgerðin Freyja..pdf720.42 kBLokaðurHeildartextiPDF