is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8091

Titill: 
  • Með bert á milli og „iPod“ í eyrunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hver áhrifin verða af komu hinnar fjölmennu Aldamótakynslóðar inn á vinnumarkaðinn á næstu árum. Gengið var út frá því að skoða sérstaklega hvers einstaklingar af þessari kynslóð vænta og hvað mögulega kann að breytast á vinnustöðum með komu þeirra þangað inn.
    Skoðað var hvað ritað hefur verið og rannsakað um það sem einkennir hverja kynslóð fyrir sig og hverju fræðimenn hafa spáð um komu þeirra inn á vinnustaði framtíðarinnar. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við tíu einstaklinga sem uppfylltu þau skilyrði að vera af Aldamótakynslóðinni og í skóla með það að markmiði að vera að undirbúa sig undir að taka þátt í atvinnulífinu að námi loknu.
    Helstu niðurstöður eru þær að starfsmenn af Aldamótakynslóðinni verða kappsamir og metnaðarfullir starfsmenn sem vilja láta stjórna sér af skemmtilegum og tillitssömum jafningjum. Þeir munu leita eftir vinnustað sem veitir þeim aga en þó sveigjanleika til að geta samræmt vinnu og einkalíf. Þá mun það ekki skipta þau máli þótt notkun samskiptamiðla verði bönnuð á vinnustöðum. Ekki má lengur gera ráð fyrir að starfsmenn staldri við í sama starfi áratugum saman.
    Einstaklingar af Aldamótakynslóðinni vilja að vel verði tekið á móti þeim á vinnustöðum framtíðarinnar. Þau telja sig hæfari en eldri kynslóðir og vera fljót að læra. Stjórnendur eiga að skilja þarfir þeirra og vera aðgengilegir þegar á þarf að halda og nota tækni til að þjálfa þau í ný störf. Þau vilja fá að vita reglulega að þau standi sig vel í vinnunni en jafnframt að vel sé farið að þeim þurfi að finna að við þau og það megi alls ekki gerast í vitna viðurvist.
    Til að undirbúa komu þessarar kynslóðar á vinumarkaðinn ættu stjórnendur að kynna sér hverjar þarfir hennar eru og hvað það er sem hvetur þau áfram. Standi vinnustaðir undir væntingum hennar, verður þessi kynslóð frábær viðbót inn í starfsmannahópinn og framlag hennar til framfara vel þegið.

Samþykkt: 
  • 30.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilborg Gunnars.pdf923.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna