is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8106

Titill: 
  • Ljáðu mér eyra! Félagslegar afleiðingar heyrnarskerðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um félagslegar afleiðingar heyrnarskerðingar og áhrif hennar á líf einstaklinga með skerta heyrn. Niðurstöðurnar byggja á eigindlegri rannsókn sem unnin var frá hausti 2008 til vordægurs 2009. Tilgangur verkefnisins var að skoða hvaða áhrif heyrnarskerðing hefði á daglegt líf heyrnarskertra með íslensku að móðurmáli og styrkleika þeirra og veikleika. Þátttakendur rannsóknarinnar voru fjórar konur fæddar á árunum 1955-1987. Rannsóknin bendir til að heyrnarskerðing hefur áhrif á hvernig konunum farnaðist í daglegu lífi og félagslegt sjálf þeirra. Einnig benda niðurstöður til vanþekkingar í samfélaginu á eðli heyrnarskerðingar og hvaða áhrif hún á félagslega færni fólks með heyrnarskerðingu. Konurnar höfðu jafnframt fordóma gagnvart fötlun sinni og vantrú á eigin getu en virtust þó hafa sterka sjálfsbjargarviðleitni sem þær nýttu þegar heyrnin sveik. Rannsóknin sýnir fram á að heyrnarskerðing hefur áhrif á líf heyrnarskertra á margvíslegan hátt, félagslega og andlega, og er það sem leitast var við í upphafi rannsóknar.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EYA_BA_ritgerd-felagsradgjof-01052011.pdf911.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna