is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8108

Titill: 
  • Áhorfandinn og sýningarrýmið. Museum Photographs eftir Thomas Struth með hliðsjón af hugmyndum Brian O'Doherty um Augað og Áhorfandann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrri hluti þessarar ritgerðar fjallar um framlag Brian O'Dohertys í Inside the White Cube: The Ideology of the Gallery Space, 1976, þar sem hann fjallar um áhrif hins staðlaða sýningarrýmis, eða hvíta kubbsins, á myndlist. O'Doherty skapar persónurnar, Augað og Áhorfandann, sem tilheyra sýningarrýminu og tákna áhrif þess. Augað er tákn um formalíska nálgun í listumræðu og þá módernísku listasögu sem Greenberg skilgreindi. Áhorfandinn stendur fyrir tengsl við raunveruleikann þar sem skoðanir og samfélag listamannsins skiptir máli og túlkun áhorfandans er álitin markverður hluti umræðunnar. Áhorfandinn stendur einnig fyrir aðra, póstmóderníska, sýn á listasöguna.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er hugmyndaheimur O'Dohertys mátaður við Museum Photographs, 1989-2005, eftir Thomas Struth. Ljósmyndirnar eru teknar inni á söfnum og sýna áhorfendur virða fyrir sér listaverk. Þróun sjónarhorns Struths í gegnum safnamyndaröðina er skoðuð og fjallað um þrjú af verkum hans. Sjónarhorn Struths tekur breytingum í gegnum safnamyndaröðina sem líkja má við færslu Struths frá vettvangi Augans til Áhorfandans. Viðhorf Struths til áhrifa listasögunnar og listasafnsins á upplifun áhorfandans endurspeglar hugmyndir hans um tilgang listaverksins sem tjáningarmiðils á milli listamanns og áhorfanda. O'Doherty notaði persónu Áhorfandans til að deila á ríkjandi listasögusýn og á sama hátt gerir Struth athugasemdir við framsetningu listasafna á listasögunni í verkum sínum.
    Struth reynir að taka verkin út úr safnaumhverfinu og gefa þannig áhorfendum sínum tækifæri á að sjá þau í nýju ljósi. Hann vill með þessu opna fyrir þá fagurfræðilegu upplifun sem hann telur að verkin hafi upp á að bjóða. Hlutverk áhorfandans er kjarni safnamynda Struths og hann reynir að finna leið framhjá blætiseðli frægustu listaverka heims. Í leit að hjáleið frá áhrifum rýmisins reynir Struth að flýja Augað og Áhorfandann í þeirri von að geta endurlífgað samtal áhorfandans við listaverkið.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhorfandinn og sýningarrýmið.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna