ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/814

Titill

Skötuselur : veiðar, vinnsla og markaðir : sóknarfæri?

Útdráttur

Verkefni þetta fjallar um vinnslu og markaði skötusels í heiminum. Tilgangur
verkefnisins var að varpa ljósi á og gefa yfirlit yfir þá markaði sem Íslendingar hafa
verið að selja skötusel á. Fjallað er um veiðar þeirra þjóða sem veitt hafa skötusel
og gildir þá einu hvort um er að ræða sömu tegund og Íslendingar veiða (Lophius
piscatorius) eða einhverja af hinum sex tegundunum sem þekktar eru.
Í verkefninu er fjallað um helstu tegundir skötusels sem veiddar eru og nýttar til
manneldis og fjallað um helstu veiðiþjóðir.
Framleiðsla á skötuselsafurðum er skoðuð og einnig hvernig Íslendingar hafa verið
að vinna þann afla sem unninn er á Íslandi. Dregin eru saman meðalverð á
erlendum mörkuðum og einnig það magn sem selt hefur verið til hvers lands fyrir
sig. Verkefnið er þannig upp sett að eftir lestur hafi viðkomandi skýra mynd af
stöðu skötuselsmarkaðarins.
Í verkefninu kemur fram að mestur hluti íslenska aflans er seldur erlendis óunninn
en þó eru framleiðendur að vinna hér afurðir,að vísu í litlu magni.
Í niðurstöðum kemur fram að illa sé hægt að segja til um hvert eða hvernig
hagstæðast sé að selja skötusel hverju sinni því um sé að ræða síkvikan markað þar
sem verð breytist mikið.
Lykilorð: Skötuselur. Veiðar. Vinnsla. Markaður. Lophus piscatorius.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf22,9KBOpinn Skötuselur - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf31,1KBOpinn Skötuselur - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Skötuselur.pdf1,63MBLokaður Skötuselur - heild PDF  
Útdráttur.pdf14,2KBOpinn Skötuselur - útdráttur PDF Skoða/Opna