ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8166

Titlar
  • Markaðssetning á netinu: Flakkari

  • en

    Online marketing: Flakkari

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Internetið er sveigjanlegra og býður upp á fleiri tækifæri en hefðbundnir miðlar, mikilvægt er þó að nota tæki og tól netsins við markaðssetningu rétt til að ná góðum árangri. Markaðsmál á netinu eru partur af þróun ímyndar fyrirtækja, hjálpa til við að byggja upp vörumerkjavitund og gera fyrirtækjum frekar kleift á því að vera viðskiptavinamiðuð.
Í markaðssetningu á netinu hefur orðið mikil aukning í notkun á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter og bloggi, en einnig er hægt að nýta tölvupóst, auglýsingar svo sem vefborða, leitarvélar og uppbyggingu tengla. Mikilvægt er að fyrirtæki séu sýnileg á netinu þar sem flestir Íslendingar nota netið sem fyrsta stað í upplýsingaleit eftir vöru og þjónustu.
Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér mælanleg markmið fyrir hverja markaðsherferð á netinu og nýti síðan vefgreiningartól, svo sem Google Analytics, til þess að mæla árangur í lokin.
Ráðleggingar til Jurtatækni ehf. eru að reyna að skapa sem sterkasta vörumerkjavitund á markaðnum fyrir vöru þeirra Flakkara og nýta til þess tæki og tól netsins. Til þess að vera sýnileg gæti félagið nýtt Facebook, þar sem yfir 70% Íslendinga eru þar notendur, bloggheiminn, vefborða og tölvupóst. Félagið ætti að reyna að vera eins sýnilegt og hægt er á leitarvélum og nýta til dæmis uppbyggingu tengla. Til að félagið nái sem mestum árangri er best að þau noti vefgreiningartól.
Helsta niðurstaða þessarar ritgerðar er að það margborgar sig fyrir fyrirtæki, þar með talið félagið Jurtatækni ehf., að nýta sér netið í markaðssetningu ef rétt er að því staðið. Þannig geta fyrirtæki náð til breiðari hóps neytenda, byggt upp vörumerkjavitund og haft persónulegri samskipti við markaðinn.

Samþykkt
2.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_Loka_SolveigH.pdf514KBLokaður Heildartexti PDF